Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áfengi, tóbak, kaffi og sykur
Líf og starf 21. desember 2022

Áfengi, tóbak, kaffi og sykur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögvíma er ný bók eftir Þorstein Úlfar Björnsson sem fjallar um löglegu vímuefnin sem margir nota, áfengi, tóbak, kaffi og sykur. Flestir hafa takmarkaða hugmynd um hvað þessi efni eru í raun og hvað þau eru að gera neytendum.

Mörg okkar hafa alist upp við þessi efni í umhverfi okkar og að það sé sjálfsagt að neyta þeirra í einhverjum mæli.

Hver eru áhrifin?

En hvernig virka þau? Hvaða áhrif hafa þau? Eru þau slæm fyrir okkur? Hver er saga notkunar? Þessum spurningum og fleirum veltir höfundur bókarinnar fyrir sér og reynir að svara og víst er að svörin eiga eftir að koma mörgum á óvart.

Þorsteinn segir að sennilega séu fáir sem gera sér grein fyrir því að þeir eru vímuefnaneytendur vegna þeirrar einföldu athafnar að þeir fá sér kaffi, te eða kóladrykk. „Sum vímuefni eru svo algeng og svo sjálfsögð að við skynjum þau ekki sem slík þar sem þau eru fyrir framan okkur allt lífið. Við ölumst upp við þau og neyslu þeirra.“

Lengi í vinnslu

Að sögn Þorsteins er bókin búin að vera lengi í smíðum, vel á annan áratug, enda alltaf að koma fram ný vitneskja um viðfangsefnið sem þarf að endurnýja og skipta út. „Ég hef skrifað nokkrar aðrar bækur um svipað efni og hef getað nýtt mér eitt og annað úr þeim og efni sem ég viðaði að mér við vinnslu þeirra.“

Lögvíma er sjöunda bók höfundar um vímuefni, sögu þeirra og notkun. Þorsteinn er kvæntur, eftirlaunaþegi og á fjögur börn og tvö barnabörn.

Hann stundar garðrækt og grúsk. Bókina má nálgast hjá höfundi eða lesa án endurgjalds á issuu.com.

Skylt efni: bókaútgáfa

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...