Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Af hverju lífræni dagurinn?
Á faglegum nótum 10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?

Höfundur: Anna María Björnsdóttir, verkefnastjóri lífræna dagsins, Lífrænt Ísland.

Lífræni dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 21. september kl. 11–15. Nokkur lífræn býli um land allt opna hjá sér þennan dag. Þar munu gestir geta séð, smakkað og lært hvað lífrænir bændur eru að fást við.

Þau lífrænu býli sem eru búin að staðfesta opið hús eru:

  • Yrkja, Syðra-Holt, Svarfaðardal
  • Sólbakki garðyrkjustöð, Ós, Hörgársveit
  • Móðir Jörð, Vallanesi, Fljótsdalshéraði
  • Búland kúabýli, Hvolsvelli

Einn viðburður verður á höfuðborgarsvæðinu á Å Bistro í Elliðaárdal. Å Bistro ætla í samstarfi við Lífrænt Ísland og VOR að bjóða upp á rétti byggða nær alfarið á lífrænum íslenskum hráefnum þennan dag. Það verður því hægt að kaupa sér dýrindis lífrænan íslenskan mat á Å Bistro þennan dag og fræðast um lífræna ræktun. Nokkur erindi verða á deginum og afþreying fyrir börnin.

Á Íslandi er ræktað og framleitt fjölbreytt úrval af lífrænt vottuðum vörum og snyrtivörum. Við sjáum sjaldan þessar vörur allar á einum stað en það munum við gera á lífræna deginum á Å Bistro í Elliðaárdal. Listakonan Antje Taiga Jandrig mun í tilefni dagsins gera listaverk úr lífrænt vottuðum íslenskum vörum.

Þeir framleiðendur sem verða með á Å Bistro verða kynntir á heimasíðunni www.lifraentisland. is og á Facebook-síðu Lífræns Íslands á næstu vikum.

Hugmyndin á bak við lífræna daginn

Þegar ég bjó í Danmörku fyrir nokkrum árum fór ég ásamt manninum mínum, Jesper, og nýfæddum syni á lífræna daginn í Danmörku sem tengdaforeldrar mínir héldu hátíðlegan það árið. Tengdaforeldrar mínir, Søren og Britta, eru lífrænir bændur á Vestur-Jótlandi. Á býlinu reka þau matvöruverslun þar sem allt er lífrænt vottað og þau rækta um 85 mismunandi tegundir. Þennan lífræna dag komu yfir þúsund manns sem fylgdust með því þegar kúnum var hleypt út eftir veturinn, fengu sér lífræna máltíð, keyptu í matinn, og börn gátu kíkt á kýrnar og leikið sér í heyböggum.

Eftir að við fjölskyldan fluttum til Íslands tók ég eftir því hversu lítið úrval var af lífrænt vottuðum vörum í búðunum miðað við í Danmörku og hversu lítið úrval var af lífrænt vottuðum íslenskum vörum. Ég hef síðan þá viljað leggja mitt af mörkum til að fræða neytendur um af hverju lífræn ræktun skiptir máli.

Innblásin af lífræna deginum sem ég tók þátt í í Danmörku kom hugmyndin að stofnun lífræna dagsins á Íslandi fyrir tveimur árum. Ég, Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Tumi Bjartur Valdimarsson skipulögðum daginn í samvinnu við VOR (Verndun og ræktun) og Lífrænt Ísland verkefnið – sem ég gekk til liðs við í kjölfarið.

Markmið lífræna dagsins er að vekja athygli á lífrænni ræktun og framleiðslu á Íslandi og að Íslendingar fái tækifæri til að heimsækja lífræn býli og kynnast bændum og framleiðendum og ekki síst smakka á því sem verið er að rækta og framleiða lífrænt á Íslandi.

Ræktunarland með lífræna vottun er aðeins um 1,5% af ræktunarlandi á Íslandi í dag. Markmið Evrópusambandsins er að 25% af ræktunarlandi í Evrópu verði komið með lífræna vottun árið 2030. Það er ekki að ástæðulausu að Evrópusambandið er farið að leggja meiri áherslu á lífræna ræktun, en lífræn ræktun stuðlar m.a. að jákvæðari áhrifum á líffræðilegan fjölbreytileika, verndun drykkjarvatns og hafs og lífríki hafsins. Jarðvegur sem er heilbrigður er betur í stakk búinn til að takast á við flóð og þurrka og er þar að auki betri kolefnisgeymsla. Þar skiptir höfuðmáli að ekki sé verið að nota tilbúinn áburð, eingöngu sé notaður lífrænn áburður sem er ein grunnreglan í lífrænni ræktun.

Hvort sem manni er annt um umhverfið eða maður vill lágmarka eiturefnaleifar og aukaefni sem maður verður fyrir úr matvöru eða ber á sig í gegnum snyrtivörur þá hafa lífrænt vottaðar vörur vinninginn í öllu þessu.

Við hjá Lífrænu Íslandi hvetjum alla til að heimsækja lífræn býli víðs vegar um landið á lífræna daginn eða kíkja við á Å Bistro í Elliðaárstöð.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f