Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Folaldið Jóla-Drífa með móður sinni, Litbrá frá Sölvholti.
Folaldið Jóla-Drífa með móður sinni, Litbrá frá Sölvholti.
Mynd / Páll Imsland
Líf og starf 16. janúar 2017

Ævintýrið um Jóla-Drífu

Höfundur: Páll Imsland
Hryssan Litbrá frá Sölvholti, sem fædd er vorið 2012, kastaði sínu fyrsta folaldi núna nokkrum dögum fyrir jól og fékk sú litla nafnið Jóla-Drífa. 
 
Hún fannst í snjónum á að giska dags- eða tveggja daga gömul á sólstöðum og er fædd svo nærri vetrarsólstöðum að hún hefur líklega aldrei litið mót hnígandi sól. 
 
Jóla-Drífa er spræk og hefur ekki tekið drífuna sem gerði á hana nýfædda nærri sér.
 
Litbrá var í stóði sumarið 2015 en hefur ekki fyljast eins og hinar hryssurnar eða misst fyl snemma. Hins vegar hefur hún verið móttækileg um miðjan janúar 2016 og þá fest fang. Um það leyti var verið að taka hauststóðin heim til að snyrta þau, örmerkja og gefa ormalyf, raga niður í hópa fyrir vetrarbeit, taka sláturhross og seld folöld úr hópunum og fjarlægja stóðhestana, sem gagnast höfðu hryssunum um sumarið og annað þess háttar. 
 
Óvist um faðernið
 
Folarnir tveir höfðu unað með hryssunum um haustið í sátt og samlyndi í tveim hjörðum sem gátu þó haft samgang. Í haustbeitarhópinn komust líka stutta stund fjórir veturgamlir folar ógeltir, eins og getur gerst, og enginn veit því að sinni hver faðir Jóla-Drífu er, en það finnst út úr því áður yfir lýkur, annaðhvort út frá litaerfðum eða með DNA-greiningu.
 
Jóla-Drífa er spræk og hefur ekki tekið drífuna sem gerði á hana nýfædda nærri sér. Hún er nú á húsi við besta atlæti og unir hag sínum vel, leikur sér og þroskast vel. Móðir hennar er brúnlitförótt en sjálf er Jóla-Drífa ennþá aðeins rauð að sjá, hvað sem síðar kemur í ljós.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...