Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þarna má sjá Andann Ingu Söndru Hjartardóttur og Apann Thelmu Sif Jóhannesdóttur ásamt Aladín á æfingu.
Þarna má sjá Andann Ingu Söndru Hjartardóttur og Apann Thelmu Sif Jóhannesdóttur ásamt Aladín á æfingu.
Líf og starf 8. nóvember 2022

Ævintýrið mikla ... frá öðru sjónarhorni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Söguna vinsælu úr 1001 nótt um hann Aladín þekkja flestir. Þar eru í aðalhlutverki þeir félagar Aladín og andinn í töfralampanum ... en einnig hin frábæra Jasmín prinsessa.

Færri vita kannski að upprunalega hét prinsessan Badroulbadour, en nafn hennar þýðir fullt tungl – sem er tákn austrænnar fegurðar.

Ævintýrið hafa nú liðsmenn leikfélags Borgar í Grímsnesi sett upp en þó með nýjum brag.

Höfundurinn og leikstjórinn Sindri Mjölnir í gervi Aladíns.
Ævíntýri Sindra Mjölnis

Tók félagsmaðurinn Sindri Mjölnir sig til og endurskrifaði söguna frá sjónarhorni prinsessunnar Badroulbadour – listavel og nokkuð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Leikrit Aladíns hefur ekki farið á fjalirnar áður þar sem saga Aladíns og Jasmínar er í eigu Disney en með nýjum vinkli geta áhorfendur glaðst yfir sögunni sem þeir þekkja svo vel.

Kemur virkilega á óvart

Í samtali við Guðnýju Tómasdóttur formann kemur fram að með þessari nýju aðalpersónu og nýja sjónarhorni er ævintýrið bæði nútímavætt og kemur virkilega á óvart.

Leikritið er ætlað ungum jafnt sem öldnum og sýnt á misjöfnum tíma sólarhringsins, til að koma til móts við öll aldursskeið. Hvað varðar leikarana eru þeir 15 talsins, sá elsti um áttrætt og sá yngsti um sjötíu árum yngri, eða tólf ára.

Meðal þeirra finnast lærðir leikarar, áhugamenn af hjarta og sál og í raun öll flóran. Frumsýnt verður þann 12. nóvember.

Miðasalan verður á tix.is en ná sýningar fram í desember þar sem út dettur ein helgi í nóvember. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...