Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þarna má sjá Andann Ingu Söndru Hjartardóttur og Apann Thelmu Sif Jóhannesdóttur ásamt Aladín á æfingu.
Þarna má sjá Andann Ingu Söndru Hjartardóttur og Apann Thelmu Sif Jóhannesdóttur ásamt Aladín á æfingu.
Líf og starf 8. nóvember 2022

Ævintýrið mikla ... frá öðru sjónarhorni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Söguna vinsælu úr 1001 nótt um hann Aladín þekkja flestir. Þar eru í aðalhlutverki þeir félagar Aladín og andinn í töfralampanum ... en einnig hin frábæra Jasmín prinsessa.

Færri vita kannski að upprunalega hét prinsessan Badroulbadour, en nafn hennar þýðir fullt tungl – sem er tákn austrænnar fegurðar.

Ævintýrið hafa nú liðsmenn leikfélags Borgar í Grímsnesi sett upp en þó með nýjum brag.

Höfundurinn og leikstjórinn Sindri Mjölnir í gervi Aladíns.
Ævíntýri Sindra Mjölnis

Tók félagsmaðurinn Sindri Mjölnir sig til og endurskrifaði söguna frá sjónarhorni prinsessunnar Badroulbadour – listavel og nokkuð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Leikrit Aladíns hefur ekki farið á fjalirnar áður þar sem saga Aladíns og Jasmínar er í eigu Disney en með nýjum vinkli geta áhorfendur glaðst yfir sögunni sem þeir þekkja svo vel.

Kemur virkilega á óvart

Í samtali við Guðnýju Tómasdóttur formann kemur fram að með þessari nýju aðalpersónu og nýja sjónarhorni er ævintýrið bæði nútímavætt og kemur virkilega á óvart.

Leikritið er ætlað ungum jafnt sem öldnum og sýnt á misjöfnum tíma sólarhringsins, til að koma til móts við öll aldursskeið. Hvað varðar leikarana eru þeir 15 talsins, sá elsti um áttrætt og sá yngsti um sjötíu árum yngri, eða tólf ára.

Meðal þeirra finnast lærðir leikarar, áhugamenn af hjarta og sál og í raun öll flóran. Frumsýnt verður þann 12. nóvember.

Miðasalan verður á tix.is en ná sýningar fram í desember þar sem út dettur ein helgi í nóvember. 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...