Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stekkur, garðálfar
Stekkur, garðálfar
Skoðun 18. ágúst 2017

Ævintýri garðálfanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Álfa- og huldufólkstrú á sér djúpar rætur í íslenskri menningu. Víða er að finna álagabletti, kletta, hóla og hæðir þar sem álfar og huldufólk eiga sér bústað og sögur um samskipti manna og álfa eru þekktar um allt land.

Margir muna eftir því að hafa átt sér bú sem börn og skapað sér veruleika þar sem heimur manna og hulduvera rann saman. Álfar og huldufólk eru ósýnilegu Íslendingarnir.

Garðálfar verða algengari sjón með hverju árinu þar sem þeir skjóta upp kollinum inni á milli burknanna, í trjábeðinu, á milli sumarblómanna og á stein­hleðslunni. Fólk er ófeimið við að skreyta garðinn með alls kyns fígúrum, gervifuglum, plast­blóm­um og síðast en ekki síst garðálfum, sem eru fáanlegir í margs konar útgáfum.

Erlendis er það sem við köllum garðálfa í daglegu máli flokkað sem dvergar, enda fyrirbærið mun líkara klunnalegum dvergum en fín­legum álfum. Lítið er um dverga í íslenskri þjóðtrú og því eðli­legt að álfaheitið sé okkur tamt í munni. Tilfinning fólks til garðálfa er tví­skipt, annaðhvort elskar fólk þá eða hatar. Sumum finnst þeir lífga upp á garðinn og þykir vinalegt að sjá þá á milli blómanna, en öðrum þykja þeir argasta smekkleysi, ódýr alþýðumenning og „kitsch“ í sinni verstu mynd.

Í Evrópu hafa álfar þekkst í görð­um í rúmar þrjár aldir og er uppruni þeirra rakinn til upp­hafs 18. aldar þegar þýskir og tékkneskir bændur settu litlar styttur af álfum út á akrana til að örva vöxt.

Áður fyrr voru álfarnir brennd­ir úr leir og handmálaðir og eru margir þeirra orðnir safngripir. Núna eru flestir garðálfar steyptir úr plasti eða trefjum og eiga að þola hvaða veður sem er án þess að missa lit.

Framboðið af garðálfum er ótrú­legt og hægt er að fá þá í mörg­um stærðum og gerðum, til dæmis álfa sem klifra í trjám, liggja í leti, keyra um á mótorhjóli, álfa sem sitja í stólum, standa með veiðistöng, raka gras, moka snjó og fljúga. Úrvalið er ótakmarkað.

Veljið álfunum fallegan stað inni á milli blóma og trjáa í garðinum eða á sumar­húsa­lóð­inni.

Verið óhrædd við að tala við álfana. Sýnið þeim trúnað, þeir segja engum frá.

Ef gefa á álfunum nafn er gott að hafa Snorra-Eddu við höndina, en það má líka notast við síma­skrána.

Leitið til heimilislæknisins ef þið farið að halda að garð­álfarnir séu lifandi.

Takið álfana inn ef farið er burt í langan tíma. Þeim gæti leiðst einveran og farið á flakk. Látið þá fá nokkra matlauka til að passa á meðan, þeir elska það.

Aðfluttir, erlendir garðálfar virð­ast draga að sér raunveru­lega og ósýnilega íslenska garð­álfa sem gjarna setjast að í garðinum og fara að sjá til þess að allt dafni betur þar.

Þetta sagði mér þýsk kona sem búin var að eiga heima hér og rækta garð í nokkra áratugi. Eftir að hún fór að fá senda garðálfa frá ættingjum sínum í Þýskalandi og koma fyr­ir í garðinum tók gróskan í garðinum mikið stökk fram á við. Og gróskan hefur aukist með hverjum þýska garðálfinum sem bættist hefur í safnið með árunum.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f