Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ævintýri á aðventunni
Mynd / Aðsendar
Menning 8. desember 2023

Ævintýri á aðventunni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri var stofnaður með pomp og prakt í fyrra, en hópurinn, sem samanstendur af sex atvinnulistamönnum, býður áhorfendum sínum upp á sérsamda íslenska söngleiki og óperur.

Hefur flutningur þeirra hlotið góðar undirtektir, en í desember sl. var fyrsta sýning hópsins, Ævintýri á aðventunni, sýnd í öllum grunnskólum frá Vopnafirði til Hvammstanga, bæði kennurum og nemendum til mikillar gleði.

Verkið fjallar um þær systur, Gunnu (á nýju skónum) og Sollu (á bláum kjól) sem halda í bæjarferð til þess að versla jólagjafirnar, rekast þar bæði á jólasvein og jólaköttinn auk þess sem þær þurfa að muna allar þær „reglur“ sem fylgja jólunum svo og jólalög.

Voru sumir áhorfenda að heyra óperusöng í fyrsta skipti en heiðurinn að lögum og texta er ein sexmenninganna, Þórunn Guðmundsdóttir. Hún er einnig höfundur verksins en félagar hennar í hópnum hafa allir sitt hlutverk. Má þar nefna leikstjórann Jennýju Láru Arnórsdóttur, búningahönnuðinn Rósu Ásgeirsdóttur, Jón Þorstein Reynisson sem sér um söng, leik og harmonikkuspil, en söngur og leikur er einnig í höndum þeirra Bjarkar Níelsdóttur og Erlu Dóru Vogler auk þess sem þær tvær síðastnefndu sinna starfi verkefnastjóra í tengslum við leikverkið.

Leikritið Ævintýri á aðventunni verður annars sýnt í fjögur skipti nú í byrjun desember, miða má finna á tix.is og eru sýningar haldnar í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...