Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá undirritun samningsins. Fv. Eva Harðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ.
Frá undirritun samningsins. Fv. Eva Harðardóttir, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ.
Mynd / MHH
Fréttir 22. júlí 2020

Ætla að ýta undir orkutengd tækifæri í matvælaframleiðslu

Höfundur: MHH
Orkídeu, nýju samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi, hefur verið ýtt úr vör með undirskrift fulltrúa allra þeirra sem að verkefninu standa, en það eru Landsvirkjun, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóli Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 
 
Undirskriftin fór fram föstudaginn 10. júlí á Reykjum í Ölfusi.  Í tilkynningu um verkefnið kemur fram að Orkídea snúist um uppbyggingu orkutengdra tækifæra framtíðarinnar á Suðurlandi, til dæmis við matvælaframleiðslu og líftækni, sjálfbæra nýtingu auðlinda, sprotastarfsemi og að undirbúa svæði til að taka á móti orkutengdri nýsköpun. Eitt meginmarkmiða samstarfsins er að auka verðmætasköpun í matvælaframleiðslu í landinu og gera framleiðsluna umhverfisvænni með nýtingu á grænni orku sem býr þannig til tækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðendur til að vera samkeppnishæfir á alþjóðamarkaði. Ætlunin er að stuðla að aukinni nýsköpun og rannsóknum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu með öflugu samstarfi við háskóla, rannsóknastofnanir og atvinnulíf og fjölga möguleikum svæðisins til að takast á við áskoranir samtímans og gera svæðið leiðandi þegar kemur að samspili orku, umhverfis og samfélags.
 
Heiti samstarfsverkefnisins, Ork­í­dea, vísar bæði til grænu orkunnar og til þeirrar hugmynda – ídea – sem spretta upp í frjóum farvegi. Auglýst hefur verið  eftir framkvæmdastjóra og rannsókna- og þróunarstjóra verkefnisins en starfsstöð Orkídeu verður á Suðurlandi.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...