Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ærin ástæða til bjartsýni hjá sauðfjárbændum
Lesendarýni 16. september 2022

Ærin ástæða til bjartsýni hjá sauðfjárbændum

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson, hagfræðingur BÍ

Eftir erfiða tíma undanfarin ár eru jákvæð teikn á lofti fyrir sauðfjárbændur.

Sverrir Falur Björnsson

Þrátt fyrir að rekstraraðstæður verði áfram erfiðar er ljóst að ákveðnum áfanga hefur verið náð í að draga úr framboði á lambakjöti. Röskleg hækkun á afurðaverði, 35% hækkun á milli ára, sendir skýr skilaboð um að ekki skuli draga meira úr heildarframboði heldur sé nú eftirspurn meiri en framboð.

Þessi breyting hefur þó ekki gerst að sjálfu sér og má segja að blóð, sviti og tár liggi þar að baki. Á milli áranna 2016 og 2021 fækkaði sauðfé í landinu um 19%, framleiðsla á lambakjöti dróst saman um tæplega 9% og sauðfjárbændum fækkaði einnig mikið á þessum tíma, um 18%. Tölur fyrir 2022 hafa ekki verið teknar saman en nær öruggt er að þessi þróun hafi haldið áfram á þessu ári.

Á milli áranna 2016 og 2021 fækkaði sauðfé í landinu um 19%, framleiðsla á lambakjöti dróst saman um tæplega 9% og sauðfjárbændum fækkaði um 18%. Heimild: Hagstofa Íslands, Mælaborð Landbúnaðarins


Þessi samdráttur í sauðfjárrækt undanfarin ár hefur nú leitt til þess að kjötbirgðir í enda júlí hafa ekki verið minni árum saman. Ef rýnt er í framleiðslu og sölu frá upphafi síðustu sláturtíðar og fram til enda júlí ársins í ár sést að lítið sem ekkert verður eftir af birgðum í upphafi sláturtíðar í ár.


Lítið sem ekkert verður eftir af birgðum í upphafi sláturtíðar í ár. Í raun sýna tölur að birgðastaðan sé neikvæð í lok júlí eins og hér sést. Heimild: Hagstofa Íslands, Mælaborð Landbúnaðarins


Í raun sýna útreikningar að birgðastaðan sé þegar neikvæð en samkvæmt Mælaborði landbúnaðarins voru birgðir af kindakjöti 768 tonn í enda júlímánaðar. Meðalsala og útflutningur síðustu fjögurra mánaða var 721 tonn. Þessu vilja afurðastöðvarnar að sjálfsögðu sporna gegn enda setur það áætlanir þeirra um sölu næsta árs í uppnám.

Hagræðingar síðustu ára í sauðfjárrækt hafa leiðrétt erfiða stöðu á markaðnum og fært markaðsvald í meira mæli aftur til bænda. Erfitt er að segja hvernig komandi tímar eiga eftir að vera og óþarft er að minna bændur á hversu skjótt veður skipast í lofti. Hins vegar er ærin ástæða til að líta yfir farinn veg og horfa á komandi tíma björtum augum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...