Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Daníel Hansen er forstöðumaður fræðasetursins.
Daníel Hansen er forstöðumaður fræðasetursins.
Mynd / smh
Fréttir 16. september 2020

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Höfundur: smh

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í sumar. Að sögn Daníels Hansen forstöðumanns eru gestir nánast allir Íslendingar.

Hann segir að þegar COVID-fárinu léttir muni sjónum einnig í meira mæli verða beint að erlendum ferðamönnum í markaðssetningu á þessu einstaka fjárkyni. Í litlu sýningarrými inn af móttökurými setursins hefur listsýning verið í gangi í sumar, þar sem Gunnar Karlsson sýnir leirhrúta, og eru þeir til sölu. „Næsta sumar verður Pétur Magnús­son með sýningu á ljósmyndum af forystufé. Pétur býr bæði í Reykjavík og á Raufarhöfn. Gaman er að geta þess að þetta gallerí er bókað til ársins 2032,“ segir Daníel.

Uppstoppaðir hausar prýða vegg í aðalrými sýningarsalarins.

Þrennir tónleikar haldnir í sumar

„Í sumar hafa verið haldnir þrennir tónleikar þar sem listafólk í heimabyggð hefur spilað og sungið. Áætlað var að hafa þrenna tónleika í ágúst en þeim verður frestað vegna ástandsins í landinu,“ bætir hann við.

Pylsur, kerti og ullarband

Alls kyns varningur er jafnan á boðstólum í fræðasetrinu, allt sem er unnið úr afurðum forystufjár eða tengt forystufé á einhvern hátt; kerti, pylsur, horn og svo ullarband af forystufé, sem Daníel segir að sé mýkra en annað band og það sé mjög vinsælt.

„Ef þú klæðist fatnaði úr ull af forystu­fé þá ratar þú alltaf heim“, stendur hér fyrir ofan varninginn í versluninni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...