Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní
Mynd / BBL
Fréttir 23. maí 2019

Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní

Höfundur: smh

Samkvæmt tilkynningu sem Matvælastofnun hefur gefið út, verða aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá og með 1. júní 2019. Er það í samræmi við breytingu á búvörulögum sem samþykkt var á Alþingi 15. maí síðastliðinn.

„Þó verður heimil tilfærsla greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila og við ábúendaskipti eða breytingu skráningar ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða. Aðilaskipti taka gildi 1. janúar ár hvert og beingreiðslur greiðast nýjum handhafa frá sama tíma. Síðasti dagur til að tilkynna um aðilaskipti er 31. maí 2019.

Rétt er að taka fram að skv. stjórnarfrumvarpinu sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði upphaflega fram var gert ráð fyrir að aðilaskipti að greiðslumarki yrðu óheimil frá og með 1. september 2019, en dagsetningin var færð til 1. júní í meðförum Alþingis.

Við tekur síðan innlausnarfyrirkomulag, sem búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast, í samræmi við endurskoðun á sauðfjársamningi sem var samþykktur af stjórnvöldum og sauðfjárbændum í upphafi ársins. Innlausnarfyrirkomulagið verður nánar útfært í reglugerð ráðherra, sem verður gefin út í sumar.

Ráðherra hefur nú skrifað undir breytingu á reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt í dag 23. maí 2019 í samræmi við fyrrgreinda breytingu á búvörulögum.,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...