Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Að skulda eða ekki skulda
Mynd / Sven Pieren
Af vettvangi Bændasamtakana 11. apríl 2025

Að skulda eða ekki skulda

Höfundur: Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda.

Það er deginum ljósara að fjárfestingaþörf í landbúnaði er mikil líkt og í öðrum innviðum okkar. Núverandi framleiðsla byggir að miklu leyti á gömlum grunni, allt frá byggingum til bændanna sjálfra, sem yngjast ekki. Í skjóli þess hefur innlend matvælaframleiðsla ekki fylgt eftir vaxandi þörf á matvælum. Hægt og bítandi hefur hún gefið eftir í samkeppninni við sífellt aukinn innflutning á unnum matvælum. Margar eru ástæðurnar án efa en þá er vert að leiða hugann að því hvernig sé með raunverulegum hætti unnt að snúa þessari þróun við og fjárfesta í þeim tækifærum sem blasa við á sama tíma, þar spila fjármögnunarmöguleikar lykilhlutverk.

Steinþór Logi Arnarsson

Fjárfestingar í landbúnaði hvort sem það er í landi, búfénaði, tækjum eða húsnæði færa viðkomandi bónda ekki aðeins fjárhagsleg verðmæti heldur öðlast hann einnig hlutdeild í framtíðinni. Í því felst mikil ábyrgð og hvati til að gera sífellt betur, nýta auðlindir vel, auka skilvirkni og hugsa til lengri tíma. Landbúnaður og matvælaframleiðsla einkennist af löngum framleiðsluferlum og hringrásarhugsjón. Það kallar því á langlífar fjárfestingar sem þarfnast framsýni, útsjónarsemi og þolinmæði. Landbúnaður býr þess vegna við hlutfallslega umtalsvert meiri skuldsetningu en þekkist í flestum öðrum atvinnuvegum, sérstaklega þar sem einstaklingar og einyrkjar standa að atvinnurekstri. Það má því með sanni segja að hvar sem byggt er upp í landbúnaði sé það birtingarmynd óspilltrar tiltrúar á framtíðina.

Saman mynda eignamyndun og skuldsetning það jafnvægi sem hvetur hlutaðeigandi til aukinnar verðmætasköpunar. Samfélagið allt nýtur líka góðs af og það með augljósum hætti í tilfelli landbúnaðar, með betri vöru á betra verði en ella. Þessir sömu drifkraftar hafa gert það að verkum að sjávarútvegurinn getur fært þjóðinni ríkulegan ávöxt okkur öllum til hagsbóta. Það er því miður hvernig þjóð- og efnahagslegt mikilvægi landbúnaðar hefur verið vanmetið í þessu samhengi. Landbúnaðurinn hefur ekki búið við viðeigandi fjármögnun sem krefst þolinmæði, fyrirsjáanleika og stöðugleika sem hefur leitt af sér stöðnun. Viðurkenning á því birtist okkur í niðurstöðum ráðuneytisstjórahópsins um fjárhagsvanda bænda síðla árs 2023 sem leiddi til einskiptis fjárstuðnings, með áherslu á þá sem höfðu fjárfest í framtíðinni. Var það til að draga úr þjóðhagslegum áhrifum á borð við enn hærra vöruverð af þessum sökum sem þó hefur hækkað nokkuð en þar hefur hár fjármagnskostnaður haft sín áhrif.

Ef það er raunveruleg meining stjórnvalda að efla innlendan landbúnað er nauðsynlegt að bæta úr og tryggja bændum viðeigandi lánsfjármagn, hagstætt og þolinmótt. Með því eflist samkeppnishæfni hans til muna, hvort sem það sé að ungt fólk velji það að starfa í landbúnaði eða þá afurðirnar og vörurnar sem til verða. Því að auki má vel horfa til þess að liðka fyrir kynslóðaskiptum með ívilnunum í skattkerfinu, slíkt þekkist í nágrannalöndum okkar og reynist mikill hvati. Öflugur landbúnaður færir okkur ekki aðeins góð og heilnæm matvæli á disk allra landsmanna heldur verða bændur áfram verndarar landsins, stuðla að byggðafestu og eru ábyrgir þátttakendur í efnahag og lýðheilsu þjóðarinnar.

Samtal um þá þætti og fleiri þarf að taka nú í aðdraganda nýrra búvörusamninga og gera þeim skil í samræmi við verðleika og tryggja að kerfið dragi ekki úr þeim framförum og fjárfestingum sem nauðsynlegar eru. Aðeins þannig tryggjum við fæðufullveldi okkar, sjálfstæði þjóðarinnar og velferð til framtíðar.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...