Sigurvegarar í Þorsteinsmótinu.
Sigurvegarar í Þorsteinsmótinu.
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

Höfundur: Björn Þorláksson

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga geim í spili dagsins á Þorsteinsmótinu glæsilega sem fór fram í Logalandi í Borgarfirði fyrir skömmu.

Þar sem Aðalsteinn Jörgensen sat í NS með Svölu Kristínu Pálsdóttur, en þau eru ekki bara par við briddsborðið heldur einnig í persónulega lífinu og unnu mótið með miklum yfirburðum, gengu sagnir þannig:

1 spaði-2nt-3spaðar-4 lauf-4-tíglar-4 hjörtu-4nt-5hjörtu-5nt-6 tíglar-6 spaðar.

2nt lofuðu góðum spaðastuðningi og spurðu um styrk opnunarhandar. 3 spaðar lofuðu góðri hendi og stuttum tígli, 4 lauf var fyrirstaða, 4 tíglar fyrirstaða, 4 hjörtu fyrirstaða.

Eftir svar við spurningu um fjölda lykilspila, var gefin 5nt alslemmuáskorun. Sex tígla sögnin hélt alslemmunni opinni en enn gat verið tapslagur á hjarta. Austur missti af „last train“ áskorun í alslemmu, að melda 6 hjörtu eftir 6 tígla svarið. Sú sögn ætti að kanna gæði fyrrnefndrar hjartafyrirstöðunnar en sagnhafi, sá sem hér skrifar, missti af gullnu tækifæri.

Alslemman er nánast 100%. Vitað var að engin lykilspil vantaði og ekki verra að svarhöndin eigi 5. spaðann. 7 spaðar hefðu legið á borðinu ef síðasta lestin hefði verið ræst á teinunum. Alltaf gaman að velta fyrir sér hvernig bæta má slemmutæknina – ekki satt? Jafnt til sjávar og sveita.

Jöklar hörfa hratt
Fréttir 30. desember 2025

Jöklar hörfa hratt

Vísindamenn telja að meira en hundrað jöklar í Ölpunum verði horfnir árið 2033. ...

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda
Fréttir 28. desember 2025

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda

Þann 15. desember síðastliðinn var nýtt mælaborð Bændasamtakanna tekið í notkun ...

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda
Fréttir 27. desember 2025

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að ...

Gleðilega hátíð
Fréttir 23. desember 2025

Gleðilega hátíð

Bændablaðið óskar lesendum sínum um allt land gleðilegra jóla og þakkar samfylgd...

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar
Fréttir 23. desember 2025

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar

Sveitastjórn krefst þess að ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um ski...

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður
Fréttir 22. desember 2025

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður

Fyrir skemmstu kom fulltrúi frá svissneska rúningsklippuframleiðandanum Heiniger...

Nýjungar næsta sumar
Fréttir 22. desember 2025

Nýjungar næsta sumar

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal næsta sumar, dagana 5.–11. júlí...

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...