Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Að hafa samráð við sjálfan sig
Af vettvangi Bændasamtakana 10. október 2025

Að hafa samráð við sjálfan sig

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Allt frá því að ég tók við embætti formanns Bændasamtaka Íslands hef ég talað fyrir því að mikilvægt sé að skoða starfsskilyrði landbúnaðarins og íslenskra bænda með heildrænum hætti. Enginn raunverulegur árangur eða umbætur náist með því að skoða tollamálin í einrúmi eða horfa á lagaumhverfi afurðastöðva án þess að taka með í reikninginn þátt þeirra í virðiskeðju landbúnaðarins í heild sinni.

Málefni afurðastöðvanna eru ekkert flókin í rauninni. Rekstur kjötafurðastöðva hefur verið í járnum svo árum skiptir og brýn nauðsyn að ná hagræðingu á kostnaðarhliðinni, með samvinnu og sameiningum. Búvörulögum var breytt í fyrra til að liðka fyrir þessari hagræðingu, en eins og lesendur vita fóru þær breytingar ekki í gegn átakalaust og þegar ný ríkisstjórn tók við var ljóst að frekari breytingar væru í kortunum.

Við vorum – og erum enn – tilbúin til viðræðna við ráðherra og stjórnvöld um það hvernig best sé að haga málefnum landbúnaðarins. Það er ekki svo að það sé bara ein rétt leið til að ná fram þessari lífsnauðsynlegu hagræðingu. Samtal og samráð skilar oftar en ekki betri og varanlegri árangri.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað sagt, opinberlega og í einkasamtölum, að þeim sé umhugað um bændur og íslenskan landbúnað. Að raunverulegur vilji sé til að bæta starfsskilyrðin og hag bænda. Ef um meira en innantóm orð er að ræða hljóta þeir að gera sér grein fyrir því að mun líklegra er að það markmið náist með traustu samráði og samvinnu með bændum og hagsmunasamtökum þeirra.

Þetta er í raun svo augljóst að mér þykir nánast afkáralegt að þurfa að setja það niður á blað. Og þess vegna er í raun óskiljanlegt að bændur skuli fyrst lesa um það í aðsendri grein á Vísi að ekki eigi aðeins að breyta búvörulögum hvað varðar kjötafurðastöðvar, heldur að einnig standi til að umbylta því kerfi sem mjólkuriðnaðurinn byggir á.

Þetta kerfi hefur á tuttugu árum náð hagræðingu upp á 2–3 milljarða króna á ári hverju, sem skilað hefur sér til bænda og neytenda. Afar erfitt er að sjá hvaða nauðsyn rekur ráðherra til að leggja til þessar breytingar, án samráðs og að því er virðist án þess að lagt hafi verið mat á áhrif breytinganna á bændur.

Stjórnvöld eiga ekki að standa í tilraunamennsku með lífsviðurværi fólks almennt. En landbúnaður er í sérstakri stöðu sökum þess að langflest íslensk býli eru fjölskyldubú þar sem heimili og vinnustaður eru eitt og hið sama. Ráðherrar og þingheimur allur verða að hafa það í huga þegar ákvarðanir eru teknar um starfsskilyrði fólks sem starfar í landbúnaði, sérstaklega þegar um er að ræða umfangsmiklar breytingar sem engin aðkallandi þörf er á.

Ég er enn þá á þeirri skoðun að verulegur og varanlegur árangur í málefnum landbúnaðarins náist best með uppbyggilegu samráði stjórnvalda og bænda. En í þessu máli mun ég, og Bændasamtök Íslands almennt, gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að drögin verði að lögum í óbreyttri mynd. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...