Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áburður, verðbólga og hringrásarhagkerfi
Skoðun 19. október 2021

Áburður, verðbólga og hringrásarhagkerfi

Höfundur: Kári Gautason, sérfræðingur hjá BÍ

Í Áföngum orti prófessor Jón Helgason um hin sólvermdu suðrænu blóm sem „áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði“. Nú horfir þannig að ræktendur, hvort sem þeir eru að fást við suðræn blóm eða melgrasskúfinn harða, þurfi að spara áburðinn eða gjalda hann dýrara verði en verið hefur.

Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur matvælaverð farið hækkandi í heiminum. Tugir landa settu útflutningstakmarkanir á matvæli sem enn eru í gildi víða. Þurrkar og óárán í veðurfari hafa sjaldan haft jafn víðtæk áhrif enda veður vályndari að jafnaði um þessar mundir af völdum loftslagsbreytinga. Sömuleiðis hefur verðlag á ýmsum hrávörum farið hækkandi síðustu mánuði. Hér hafa því orðið umskipti því sé litið lengra til baka þá hafa matvæli og drykkjarvörur frekar togað verðbólgu niður á við en hitt hér á landi. Sem dæmi má taka að frá ársbyrjun 2015 til dagsins í dag hafa matvæli hækkað minna í verði heldur en vísitala neysluverðs. Spilar þar ýmislegt inn í en líklega er stærsta breytan styrking krónunnar á árunum 2015-2017 auk þess sem olíuverð var lægra á þessu tímabili en árunum þar á undan.

Tilviljanakenndar sveiflur

Þetta er í takti við enn þá lengri þróun, nefnilega þá að raunverð matvæla lækkar vegna tækniframfara í landbúnaði og viðvarandi framleiðniaukningar. Þetta hlaupabretti hefur neytt bændur til þess að auka framleiðslu, sækja sér tekjur utan bús eða hætta framleiðslu og gera eitthvað annað um áratuga skeið. Nú horfir svo við á hinn bóginn að á næstu mánuðum muni ýmis aðföng til landbúnaðar hækka talsvert í verði. Ýmsir hnútar komu á framleiðslukeðjur vegna heimsfaraldursins sem ekki hafa raknað upp enn þá. Sérstaklega eru horfurnar slæmar hvað áburð varðar.

Vegna hækkandi verðs á jarðgasi hafa ýmsir framleiðendur í Evrópu þurft að draga úr framleiðslu. Þá hafa þvingunaraðgerðir gegn hvítrússneskum ríkisfyrirtækjum, sem eru stórtæk á markaði með kalí, haft áhrif. Hækkun flutningskostnaðar á heimsvísu vegur einnig inn í þetta dæmi. Loks hafa stormar við Mexíkóflóa stöðvað framleiðslu í stærstu áburðarverksmiðjum heims.

Nóg er til af næringarefnum

Áburður er einn stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í framleiðslu fóðurs og því munu hækkanir á áburði draga úr framlegð á búvörum næstu misseri. Sérstaklega ef innflutningsaðilar komast upp með að ýta öllum verðhækkunum út í verðlagið til bænda. Bændur eru því eindregið hvattir til þess að huga að því tímanlega að gera áburðaráætlanir þannig að þeir lágmarki þann kostnað sem fer í það að skaffa næringarefnin í túnin. Þá er hægt að kanna hvort að hægt sé að ná betri nýtingu á þann áburð sem keyptur er með betri tækni við dreifingu. Þessi kostnaðarliður er einfaldlega af þeirri stærðargráðu að mikilvægt er að koma böndum á hann svo að afkoman á búinu sé ekki háð stormum á Mexíkóflóa eða stórveldabixi sem hækkar verð á jarðgasi í Evrópu.

Til lengri tíma litið þarf Ísland svo að verða á nýjan leik óháðara innfluttum áburði en verið hefur um hríð. Hægt er að vinna fosfór úr úrgangi sem í dag er dælt út í sjó. Verði hér reistar miklar landeldisstöðvar í laxeldi má nýta mykjuna til þess að framleiða áburð. Nóg fellur til af næringarefnum í landinu en þau verður að klófesta og nýta. Áburð getum við framleitt innanlands ásamt ljósi með rafmagni. Það væri hringrásarhagkerfi sem myndi auka fæðuöryggi og gera íslenska framleiðslu óháðari tilviljanakenndum sveiflum á hrávöruverði en nú er raunin.


Kári Gautason
Höfundur er sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá Bændasamtökum Íslands

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...