Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna væntanlega áburðarframleiðslu fyrirtækisins.

Þorvaldur Arnarsson.

Landeldi sótti í október sl. um styrk til Evrópusambandsins fyrir verkefnið en það verður unnið í samvinnu við Bændasamtök Íslands, Ölfus Cluster, Orkídeu, færeysku verkfræðistofuna SMJ og Blue Ocean Technology frá Noregi. Verkefnið heitir Terraforming LIFE og sótt var um styrk að upphæð fimm milljón evra, sem samsvarar um 750 milljónum íslenskra króna.

„Markmið verkefnisins er að safna úrgangi úr landeldi og blanda við búfjárúrgang til að framleiða áburð til nota í landbúnaði, skógrækt og uppgræðslu lands. Verkefnið hefur hlotið brautargengi hinna ýmsu sjóða innanlands og má þar nefna styrki Tækniþróunarsjóðs, Matvælasjóðs og styrk umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til eflingar hringrásarhagkerfisins. Þótt Landeldi hf. sé aðalumsækjandi í verkefninu hefur hver og einn meðumsækjandi sínu hlutverki að gegna í því og kemur þannig hver þeirra með sína sérfræðiþekkingu og reynslu að borðinu,“ segir Þorvaldur.

Hann bendir á að gríðarleg tækifæri felist í endurnýtingu úrgangs úr bæði landbúnaði og landeldi. „Innlend framleiðsla áburðar teljum við geta eflt hringrásarhagkerfið til mikilla muna, auk þess sem slíkt myndi auka bæði innlent fæðuöryggi og styrkja áfallaþol íslensks samfélags.“

Svars við styrkumsókninni má vænta á vormánuðum. „Spennan í hópnum er áþreifanleg. Í það minnsta er undirritaður farinn að standa sig að því að sofna með alla putta krossaða og vakna að morgni með greipar kirfilega spenntar.“

Skylt efni: áburðarframleiðsla

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...