Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm innflutningsfyrirtækjum og voru alls 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.
Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm innflutningsfyrirtækjum og voru alls 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegundir. Alls voru flutt inn 57.816 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum. Innlendir framleiðendur eru 16 á skrá, það eru fyrirtæki sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mast voru 40 áburðarfyrirtæki með skráða starfsemi á árinu.

Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm innflutningsfyrirtækjum og voru alls 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Við efnamælingar kom í ljós að fimm áburðartegundir voru með efnainnihaldi undir vikmörkum samkvæmt ákvæðum reglugerða og ein var með of mikið kadmíum. Fjórar voru með of lítið köfnunarefni, engin með of lítinn fosfór, engin með of lítið kalí, engin með of lítið kalsíum, ein með of lítinn brennistein, ein með of lítið magnesíum og ein með of lítið natríum.

Í nokkrum tilfellum mældust fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum í sömu áburðartegundinni. Þessar sex tegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar. Þessum áburðartegundum má ekki dreifa til notenda fyrr en Matvælastofnun er búin að taka sýni af þeim og láta efnagreina og niðurstöður þeirra sýni að áburðurinn stenst kröfur. Allar niðurstöður miðast við uppgefin gildi við skráningu og samkvæmt merkingum á umbúðum. 

Kadmíum (Cd) var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og í einu tilfelli yfir leyfðu hámarki sem er 50 mg/kg P.

Á heimasíðu Mast segir að fáar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á íslensku.

 

Ítarefni

Ársskýrsla áburðareftirlits 2021

 

Skylt efni: Mast áburður

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...