Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm innflutningsfyrirtækjum og voru alls 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.
Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm innflutningsfyrirtækjum og voru alls 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegundir. Alls voru flutt inn 57.816 tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum. Innlendir framleiðendur eru 16 á skrá, það eru fyrirtæki sem framleiða áburð eða jarðvegsbætandi efni á landinu.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mast voru 40 áburðarfyrirtæki með skráða starfsemi á árinu.

Sýnataka og vöruskoðun var gerð hjá fimm innflutningsfyrirtækjum og voru alls 53 áburðarsýni af 53 áburðartegundum tekin á árinu. Auk þess voru merkingar og umbúðir skoðaðar.

Við efnamælingar kom í ljós að fimm áburðartegundir voru með efnainnihaldi undir vikmörkum samkvæmt ákvæðum reglugerða og ein var með of mikið kadmíum. Fjórar voru með of lítið köfnunarefni, engin með of lítinn fosfór, engin með of lítið kalí, engin með of lítið kalsíum, ein með of lítinn brennistein, ein með of lítið magnesíum og ein með of lítið natríum.

Í nokkrum tilfellum mældust fleiri en eitt næringarefni undir leyfðum vikmörkum í sömu áburðartegundinni. Þessar sex tegundir hafa verið teknar af skrá Matvælastofnunar. Þessum áburðartegundum má ekki dreifa til notenda fyrr en Matvælastofnun er búin að taka sýni af þeim og láta efnagreina og niðurstöður þeirra sýni að áburðurinn stenst kröfur. Allar niðurstöður miðast við uppgefin gildi við skráningu og samkvæmt merkingum á umbúðum. 

Kadmíum (Cd) var mælt í öllum áburðartegundum sem innihalda fosfór. Efnið var oftast undir mælanlegum mörkum og í einu tilfelli yfir leyfðu hámarki sem er 50 mg/kg P.

Á heimasíðu Mast segir að fáar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar, en helstu gallar voru vegna misræmis milli skráninga og merkinga einnig voru merkingar máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru gerðar athugasemdir ef merkingar voru ekki á íslensku.

 

Ítarefni

Ársskýrsla áburðareftirlits 2021

 

Skylt efni: Mast áburður

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...