Áætlun um endurnýjun
Utan úr heimi 30. desember 2025

Áætlun um endurnýjun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Evrópusambandið hefur kynnt nýja áætlun til að laða fleiri unga bændur að landbúnaði og tryggja kynslóðaskipti í greininni.

Aðeins 12% bænda innan ESB eru yngri en 40 ára og meðalaldur er 57 ár, sem framkvæmdastjórn ESB varar við að geti ógnað fæðuöryggi, að því er kemur fram í frétt Euronews.

Áætlunin, sem kynnt var 21. október, miðar að því að tvöfalda hlutfall ungra bænda í Evrópu fyrir árið 2040, úr 12% í 24%. Til að ná þessu markmiði hyggst framkvæmdastjórnin innleiða „startpakka“ í næstu sameiginlegu landbúnaðarstefnu (CAP), sem gæti veitt allt að 300.000 evrur í stuðning til nýrra bænda. Auk þess er lagt til að aðildarríki verji að minnsta kosti 6% af landbúnaðarútgjöldum sínum í aðgerðir sem styðji unga bændur.

Fram kemur m.a. að önnur úrræði felist t.d. í því að opna Erasmus-áætlunina fyrir unga frumkvöðla í landbúnaði, stofna evrópska landbúnaðarlandsskrá til að auðvelda aðgang að ræktarlandi og koma í veg fyrir landspákaupmennsku. Þá á að bjóða afleysingaþjónustu sem geti leyst bændur af hólmi í veikindum eða fríum, þjónustu sem þegar er til í Belgíu.

Euronews vitnar í belgíska bóndann Matteo Godfriaux, 23 ára, sem segir að „þegar þú ert 23 ára og vilt taka við búi, þá held ég ekki að bankinn láni þér 1 til 1,5 milljón evra“. Hann bendir einnig á að land sé dýrt: „Við erum að tala um hektara á 100.000 evrur til að framleiða korn fyrir 150 evrur tonnið.“ Framkvæmdastjórnin segir að þessi áætlun sé „lykilskref til að tryggja framtíð landbúnaðar í Evrópu“ og bregðast við hættu á skorti á nýliðun í bændastétt.

Jöklar hörfa hratt
Fréttir 30. desember 2025

Jöklar hörfa hratt

Vísindamenn telja að meira en hundrað jöklar í Ölpunum verði horfnir árið 2033. ...

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda
Fréttir 28. desember 2025

Nýtt mælaborð styrkir hagsmunagæslu bænda

Þann 15. desember síðastliðinn var nýtt mælaborð Bændasamtakanna tekið í notkun ...

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda
Fréttir 27. desember 2025

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Áramótin nálgast óðfluga og minnir Matvælastofnun dýraeigendur á að huga vel að ...

Gleðilega hátíð
Fréttir 23. desember 2025

Gleðilega hátíð

Bændablaðið óskar lesendum sínum um allt land gleðilegra jóla og þakkar samfylgd...

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar
Fréttir 23. desember 2025

Skorradalshreppur kærir skipun raflínunefndar

Sveitastjórn krefst þess að ákvörðun félags- og húsnæðismálaráðuneytisins um ski...

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður
Fréttir 22. desember 2025

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður

Fyrir skemmstu kom fulltrúi frá svissneska rúningsklippuframleiðandanum Heiniger...

Nýjungar næsta sumar
Fréttir 22. desember 2025

Nýjungar næsta sumar

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal næsta sumar, dagana 5.–11. júlí...

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...