Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Á tímamótum
Skoðun 22. desember 2015

Á tímamótum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hugsanlega eru jarðarbúar nú á tímamótum hvað varðar möguleikana til að komast af. Þar mun skipta miklu máli hvernig spilað verður úr þeim gæðum sem sumar þjóðir hafa umfram aðrar. 

Það eru ekki allar þjóðir jafn heppnar og við Íslendingar þegar kemur að lífsnauðsynlegum auðlindum eins og aðgengi að hreinu vatni, landi til matvælaframleiðslu og auðlindanna í hafinu umhverfis landið. Vegna þess hvílir sú skylda á Íslendingum að nýta þetta allt á sem sjálfbærastan hátt.

Matvælaframleiðsla víða um heim glímir nú við afleiðingar af ofnotkun sýklalyfja, skordýraeiturs og annarra efna. Gegn þessu hafa íslenskir bændur verið að berjast. Þeir hafa náð miklum faglegum árangri sem eftir er tekið víða um heim. Í sumum skúmaskotum í íslenskri pólitík þykir sá árangur þó helst efni í brandara. Að mati fjölmargra vísindamanna um allan heim er sýklalyfjaónæmi þó stærsta heilsu- og efnahagsógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. 

Íslendingar hafa einna mest aðgengi að hreinu vatni í heiminum í dag. Í því eru fólgin gríðarleg verðmæti, í heimi þar sem ofnýting grunnvatns er þegar orðið stórkostlegt vandamál. Það er stór hluti af orsök upplausnar samfélaga og blóðugra átaka í Afríku  og í Mið-Austurlöndum. Þetta hefur m.a. komið upp í umræðunni um loftslagsráðstefnuna sem nýlokið er í París. Þar urðu mikil fagnaðarlæti yfir því sem menn telja vera viðsnúning og brotthvarf frá notkun jarðefnaeldsneytis í heiminum. 

Ákvörðum um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis getur samt líka verið tvíbent, þótt menn hafi forðast slíka umræðu í París. Það eru nefnilega tugir ef ekki hundruð milljóna manna sem hafa allt sitt lífsviðurværi af nýtingu á jarðolíu. 

Undanfarin misseri hafa Vesturlandabúar verið að glíma við vaxandi straum flóttamanna frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Það kann þó að vera hjóm eitt í samanburði við það sem mun gerast þegar fótunum verður kippt undan olíuþjóðum eins og Saudi-Arabíu, Írak, Íran, nær helmingi Afríkuríkja og fjölmörgum ríkjum Suður-Ameríku. 

Þótt fáir efist um nauðsyn þess að draga úr mengun þá getur sú ákvörðun að skrúfa fyrir olíuna haft aðrar ógnvænlegar afleiðingar. Það getur  hæglega hleypt af stað upplausn þjóðfélaga í þeim skala sem jarðarbúar hafa aldrei séð áður. Þá mun baráttan um brauðið harðna enn frekar og spurning hvar Íslendingar standi þá, ef ekki tekst að tryggja áframhaldandi matvælaframleiðslu hér á landi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...