Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Eitt af verkum Bergþórs Morthens í Listasafninu á Akureyri.
Eitt af verkum Bergþórs Morthens í Listasafninu á Akureyri.
Mynd / LA
Líf og starf 17. október 2025

Á misljósum mörkum

Höfundur: Þröstur Helgason

Mikið líf er í Listasafninu á Akureyri um þessar mundir. Þar standa nú yfir nokkrar sýningar eftir listafólk sem vinnur í fjölbreytilega miðla. Heimsókn í safnið er alltaf ánægjuleg, þó ekki sé nema vegna þess hvað byggingin sjálf er vel heppnuð, en að þessu sinni var ákaflega gott jafnvægi á milli hins smáa og stóra, innra og ytra, aðflutta og heimasprottna, handverks og hugmynda, manns og dýrs, manns og náttúru, reglu og óreiðu.

Sýningarnar leika margar hverjar á einhverjum mörkum, misljósum. Himnastigi Barböru Long minnir jafnt á innviði skógar og mannslíkama, strúktúr lífsins sem teygir sig til himins og leitar þar endanleikans. Mörkin á milli hins innra og ytra eru sömuleiðis óljós í verkum Bergþórs Morthens, Öguð óreiða, sem jafnframt spila á mörk málverks og skúlptúrs.

James Merry er að vissu leyti á sömu mörkum í andlitsgrímum sínum, Nodens, Sulis og Taranis, en James er breskur myndlistarmaður sem hefur búið og starfað á Íslandi í áratug og er líklega þekktastur sem tíður samstarfsmaður Bjarkar Guðmundsdóttur. Grímurnar eru innblásnar af rómverskkeltneskum fornleifafundi í Bretlandi. Þær hylja um leið og þær draga fram hið innra og dulda.

Sýningin Femina Fabula vinnur á mörkum hins mannlega og dýrslega, manns og náttúru. Hún samanstendur af sex myndbandsverkum sem gestir geta horft á í sýndarveruleikagleraugum. Þau fjalla öll um kvenleikann og sköpunarkraftinn. Áberandi er árekstur hins mannlega og dýrslega, vitsmuna og hvatalífs. Sýningin byggir á hugmyndum sviðslistakennaranna Kajsa Bohlin, Lalla la Cour, Anna Stamp, Noora Hannula, Tubna Keles og Linh Le. Verkin urðu til í samvinnu þeirra við myndlistarkonuna Kirsty Whiten og leikstjórann Kristján Ingimarsson, sem er listrænn stjórnandi sýningarinnar.

Ýmir Grönvold sýnir verk innblásin af náttúrunni, vaxtarog hringrásarferlum hennar. Endurtekningar eru áberandi í formum og litum, regla sem sprettur úr óreiðu.

Að lokum skal getið samtals á milli tveggja kynslóða listamanna frá Akureyri. Óli G. Jóhannsson sýnir verk undir titlinum Lífsins gangur og afabarn hans, Sigurd Ólason, sýnir verk undir titlinum DNA afa. Verk Sigurds bera nafn með réttu enda bera þau þess skýr merki að vera máluð undir áhrifum frá afa listamannsins. Úr verður skemmtilegt samtal.

Það er með öðrum orðum ýmislegt að sjá í Listasafninu á Akureyri þessa dagana og óhætt að mæla með heimsókn.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...