Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á döfinni á Skógasafni í sumar
Menning 19. júlí 2023

Á döfinni á Skógasafni í sumar

Höfundur: Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns.

Það er ýmislegt fram undan á Skógasafni í sumar. Þann 22. júlí fer fram hin árlega jazzhátíð í Skógum, Jazz undir Fjöllum.

Er þetta í tuttugasta sinn sem hátíðin er haldin, því er stefnt að veglegri afmælishátíð með tónleikum í Freyu Café í Samgöngusafninu. Í sumar verða að venju teknir bílar úr geymslunni sem ekki er pláss fyrir á sýningu og þeir sýndir fyrir framan Samgöngusafnið. Þar verða til sýnis Wolseley 1963 árgerð, Volvo Viking frá árinu 1961 sem Baldur S. Kristensen ók meira en 2 milljónir km, Moskvitch frá árinu 1974 ásamt mörgum öðrum bílum. Einnig bætist stöðugt við safnkostinn og sýningar safnsins.

Íslensk útvarpstæki

Á síðasta ári var settur upp nýr sýningarskápur í Samgöngusafninu með útvörpum sem voru framleidd á Íslandi. Í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar var mikil fátækt á Íslandi og erfitt var að fá útvörp erlendis frá. Árið 1933 var Viðtækjasmiðja Ríkisútvarpsins stofnuð í þeim tilgangi að framleiða ódýr útvarpstæki sem næðu útsendingum Ríkisútvarpsins. Frá árunum 1933–1949 voru framleidd um 2.000 tæki og í sýningarskápnum má sjá allar tegundirnar sem framleiddar voru á þessu tímabili. Útvarpstækin fengu nöfn eftir hvaða landshluta þau voru framleidd fyrir. Fyrsta tækið sem framleitt var kallaðist „Suðri“ og var hugsað fyrir Reykjavík og nágrenni. Næst kom „Vestri“ sem náði útsendingum betur á Vestfjörðum og vesturhluta Norðurlands. Næst í röðinni var „Austri“ fyrir Austurland og síðan voru einnig smíðuð útvörp fyrir skip og sumarbústaði. Í sýningarskápnum í Samgöngusafninu er hægt að kynna sér þessa áhugaverðu sögu og sjá öll útvarpstækin sem framleidd voru á Íslandi á þessum árum.

Chevrolet mjólkurbíll árgerð 1942

Í Samgöngusafnið er kominn Chevrolet mjólkurbíll frá árinu 1942. Bíllinn er með sérsmíðuðu íslensku húsi og mjólkurbrúsapalli sem smíðað var í Bifreiðasmiðju Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Kaupfélagið flutti bílinn inn nýjan árið 1942 og rak stóran flota mjólkurbíla af þessari gerð þar til Mjólkurbú Flóamanna tók við rekstrinum um miðja öldina. Bíllinn annaðist mjólkurflutninga úr sveitum Suðurlands til Mjólkurbús Flóamanna. Bílstjórarnir sáu einnig um farþegaflutninga og komu pósti, bögglum og nauðsynjavöru til bænda. Hafist var handa við að gera bílinn upp árið 1992 af Hinriki Thorarenssyni, Helga Magnússyni ásamt fleirum í samstarfi við Mjólkurbú Flóamanna. Bíllinn er merkilegur hluti af samgöngusögu Íslands og var gefinn Skógasafni árið 2021. Núna sómir hann sér vel í Samgöngusafninu.

Stöðugt bætist við safnkost safnsins og margt nýtt að sjá. Það er því tilvalið að koma í heimsókn á safnið í sumar og virða fyrir sér alla gripina sem er að finna í Skógasafni. Safnið samanstendur af Byggðasafni, Húsasafni og Samgöngusafni og allir ættu að geta fundið eitthvað áhugavert að skoða.

Skylt efni: söfnin í landinu

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...