Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lúðrasveit Þorlákshafnar í samstarfi við Jónas Sig.
Lúðrasveit Þorlákshafnar í samstarfi við Jónas Sig.
Áhugaleikhús 27. október 2022

Á döfinni ...

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Freyvangsleikhúsið í Eyjafirðinum er mörgum kunnugt, en þar verður nú fyrsta vetrardag, 22. október, haldin sannkölluð tónlistarveisla undir nafninu Eitt spor enn. Stendur Hollvinafélag leikhússins fyrir uppákomunni, en um ræðir tónleikahald með lögum Eiríks Bóassonar.

Eiríkur Bóasson

Sá er vel þekktur innan veggja leikhússins enda hefur hann tekið þátt í ófáum sýningum sl. 30 ár, bæði á sviði jafnt sem tónlistarflutningi. Eftir Eirík liggur fjöldinn allur af lögum við texta hinna ýmsu listamanna og eru þó nokkur þeirra útgefin. Fá tónleikagestir að heyra gott úrval laga Eiríks í flutningi frábærra hljóðfæraleikara auk hans sjálfs.

Fram koma:

Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar, Kirkjukór Laugalandsprestakalls undir stjórn Þorvalds Arnar Davíðssonar, Jódís, Svetlana Beliaeva, Olga Ivkhuanova, Óskar Pétursson, Margrét Árnadóttir og Hannes Örn Blandon.

Hljómsveitin, Ingólfur Jóhannsson, Hermann Arason, Halldór G. Hauksson, Kristján Jónsson, Guðlaugur Viktorsson, Einar Guðmundsson og Eiríkur Bóasson. leikur undir og má vænta mikillar stemningar, gleði og glaums. Kynnir verður Valdimar Gunnarsson, skemmtunin hefst kl. 20 og miðaverð er 3.000 kr. Miðasala í síma 857-5598 og á freyvangur@gmail.com.

Lúðrasveit Þorlákshafnar í samstarfi við Jónas Sig.

Í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því platan Þar sem himin ber við haf kom út ætla Jónas Sig. og Lúðrasveit Þorlákshafnar að blása til glæsilegra tónleika í Háskólabíói 11. nóvember.

Fjallað er um þetta frábæra samstarf annars staðar í blaðinu, á síðu 38 nánar tiltekið, en til viðbótar við hópinn leika félagarnir Tómas Jónsson á hljómborð, Ómar Guðjónsson á gítar, Guðni Finnsson á bassa og Arnar Þór Gíslason á trommur. Hefjast tónleikarnir í Háskólabíói klukkan 20 og má finna miða á tix.is.

Annað samstarf sem vert er að geta er að nú blása þeir Magnús og Jóhann til tónleika í Bæjarbíói þann 21. október. Er tilefnið 50 ára samstarfsafmæli þeirra félaga, en hljómborðsleikarinn og góður vinur þeirra, Jón Ólafsson, verður þeim innan handar. Hefst gleðin klukkan 20 og miða má finna á tix.is.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...