Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Til stendur að hanna og smíða risastóra kú í Eyjafjarðarsveit og koma fyrir á góðum stað. Það er gert til að minna á hversu sveitarfélagið er mikilvægt þegar kemur að mjólkurframleiðslu hér á landi.
Til stendur að hanna og smíða risastóra kú í Eyjafjarðarsveit og koma fyrir á góðum stað. Það er gert til að minna á hversu sveitarfélagið er mikilvægt þegar kemur að mjólkurframleiðslu hér á landi.
Mynd / Karl Frímannsson
Fréttir 25. maí 2020

Á að minna á mikilvægi mjólkurframleiðslunnar í sveitinni fyrir landið allt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta er spennandi verkefni sem á að undirstrika hversu mikil­væg Eyjafjarðarsveit er fyrir mjólkur­framleiðslu í landinu,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, um verkefni sem manna á milli nefnist Risakusa. 
 
Til stendur að útbúa heljarinnar stóra kú og koma henni fyrir á góðum stað í sveitarfélaginu. Með þeim hætti verður til nýtt kennileiti í sveitinni og risakusan mun minna gesti og gangandi á hversu stór hluti þeirrar mjólkur sem framleiddur er á Íslandi á uppruna sinni í Eyjafjarðarsveit.
 
Búið að semja við listamann
 
Finnur segir að samið hafi verið við listamanninn og eldsmiðinn Beate Stormo, sem jafnframt er bóndi í Kristnesi, um að hanna og smíða listaverkið sem til framtíðar fær að njóta sín vel á fallegum stað í sveitinni. 
 
„Staðsetning og stærð hefur að svo stöddu ekki verið ákveðin, en framgangur verkefnisins ræðst af því hvort styrkir fáist til að vinna að því,“ segir hann. Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar stjórnar verk­efninu en sveitarfélagið liðkar fyrir því á ýmsa lund svo sem að veita aðstoð við að finna góða staðsetningu og vinna að aðgengis­málum sem henni tengjast.
 
Minni útgáfur við heimreiðar
 
Finnur segir að verkefnið sé líka spennandi að því leyti að það tengist ýmsum öðrum verkefnum sem í gangi eru um þessar mundir eins og Matarstíg Helga magra, Sveitir Norðurlands sem og matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit.  
 
„Á það er stefnt að þeir sem stunda framleiðslu af einhverju tagi á búum sínum, hvort heldur sem hún tengist skepnum eða ræktun, geti eflt verkefnið og um leið ánægju ferðamanna um sveitina með því að setja minni útgáfur listaverksins við heimreiðar sínar en aðlaga það að eigin framleiðslu,“ segir Finnur og nefnir í því sambandi t.d. kálfa, kindur paprikur, hænur og hvað eina sem verið er að fást við heima á býlunum.
 
Smíðað úr gömlu landbúnaðargóssi
 
María Pálsdóttir, sem sæti á í stjórn Ferðamálafélags Eyafjarðar, segist í mörg ár hafa velt fyrir sér listaverki sem hefði aðdráttarafl fyrir svæðið. Félagið hafi komið inn í það dæmi og nú er búið að semja við Beate um smíði listaverksins. Sótt hafi verið um styrki og bíði menn spenntir eftir svörum. 
„Vonandi getum við vígt risalistaverkið í tengslum við Handverks­hátíðina á Hrafnagilsskóla 2021,“ segir María 
 
Hugmyndin er að sögn Maríu að skúlptúrinn verði smíðaður úr gömlum heyvinnuvélum og öðru endurnýtanlegu landbúnaðargóssi.  Sveitarfélagið mun leggja til stað undir skúlptúrinn og útbúa bílastæði og nestisaðstöðu og ef til vill salerni. 
 
„Og allir munu vilja berja kusuna augum og taka mynd af sér með henni,“ segir hún. „Það er mikill hugur í ferðaþjónustufólki í Eyjafjarðarsveit og við hlökkum til að taka á móti öllum íslensku ferðamönnunum í sumar.“
Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...