Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Á að fjárfesta til að forðast skatta?
Á faglegum nótum 17. júlí 2014

Á að fjárfesta til að forðast skatta?

Höfundur: Jón Þór Helgason

Umræður um skatta koma reglulega upp þegar rekstaraðilar eru að velta fyrir sér hvernig á að lækka kostnað fyrirtækja. Skattur, þó að hann sé af hagnaði, er kostnaðarliður sem menn vilja losna við.

Ég spurði einu sinni fjármála­stjóra í stóru fyrirtæki hver stefna félagsins væri í skattamálum. Hann útskýrði vandamálið í einni setningu: Ég geri allt til að félagið borgi sem mesta skatta, en síðan legg ég í töluverða vinnu við að lágmarka skattgreiðslur með því að leita að arðsömum verkefnum og fresta þannig skattinum.
Honum datt ekki í hug að kaupa tæki til að lækka skatta, hann endurnýjaði bara tækin þegar hann sá fram á að hann gæti ekki notað þau lengur eða viðhaldskostnaður var orðinn of hár.

Í mínum huga eru endurnýjun á tækjum ekki fjárfesting til að lækka skatta. Endurnýjun á að vera hluti af rekstri búsins þar sem tæki er keypt til að minnka vinnu eða auka afköst. Að kaupa dráttarvél til að lækka skattgreiðslur einar og sér er ekki skynsamlegt.

Ef á að skipta út vélum þarf að taka tillit til eftirfarandi þátta:

  1. Viðhald, er vélin komin á viðhald? Ef vélin er komin vel á aldur og notkunin mikil þá kemur að því að hún verði dýrari í rekstri vegna viðgerða.
  2. Er vélin nógu stór? Bú eru að stækka og þá þarf sífellt meiri afkastagetu.
  3. Öryggi, vélar yfir háannatíma mega ekki stoppa.

Viðhaldskostnaður véla einar og sér breyta ekki miklu ef vélin er ekki mikið notuð nema yfir háanna tíma, en þau mega bara ekki stoppa. Viðhaldið þarf að fara fram sem forvörn, en ekki þegar hlutirnir bila. Þegar bú stækka þá þarf sífellt stærri vélar sérstaklega þar sem tæki almennt eru að stækka. Stundum gæti besta leiðin verið að sleppa því að endurnýja tæki, og frekar fá til sín verktaka sem vinna fyrir sig. Það sparar líka vinnutíma sem má ekki vanmeta. Að vera með öruggar vélar skiptir máli, en menn mega ekki ganga of langt í því að kaupa tæki sem eiga ekki að stoppa. Í dag er bilanatíðni véla ekki há. Flest fyrirtæki vilja frekar hafa aðgang að góðri viðgerðarþjónustu, heldur en eiga vélar sem eru í topp standi. Það er dýrt að eiga mikið af vélum.

Góð þumalputtaregla við vélakaup er að þegar viðhalds­kostnaður og tjón af bilunum er orðinn hærri en afskriftir nýrra véla er kominn ástæða til að endurnýja. Hluti af því að skipta út gömlum vélum er trygging fyrir minni stoppum.

En að sköttunum aftur. Þegar þarf að taka ákvörðun um fjárfestingar þarf að meta inn í þær skattalegan ávinning í formi afskrifta. Fjárfestingarnar eiga að vera til þess fallnar að framtíðarhagnaður búsins eykst og þannig batnar reksturinn. Í raun er verið að fresta skattgreiðslum, og fyrirtæki sem eru í vexti fresta skatti oft í mörg ár vegna síendurtekinna fjárfestinga, þá í fjárfestingarvörum eins og í byggingarefni og öðru. En ef búin eru ekki að stækka þá er mun betra að borga skatt en að kaupa tæki sem skila litlu af sér.

Afleiðingar þess að vera að fjárfesta einungis til að forðast skatta kemur fram til lengri tíma í rekstri. Í fyrsta lagi er lausafjárstaða fyrirtækja sem hugsa þannig lakari og þau viðkvæmari fyrir áföllum. Hækkun á aðföngum eða tímabundinn tekjusamdráttur þýðir að fyrirtækið gæti lent tímabundum vandræðum með reksturinn.

Annar þáttur sem skiptir verulegu máli er að vaxtakostnaður í fyrirtækja sem forðast skatta hækkar. Ástæðurnar eru tvær, í fyrsta lagi eru líkur á að reksturinn sé viðkvæmari og þegar afkoman er slök vegna lélegra fjárfestinga er viðkomandi fyrirtæki áhættumetið hærra í bankakerfinu. Það leiðir af sér að vaxtakostnaður verður hærri á lánum félagsins. Því er sparnaður af því að lækka skatta farinn í allt annað.

En hugsunin ein og sér að forðast skatta er letjandi á árangur í rekstri. Markmið allra þeirra sem er í rekstri er að hámarka hagnað til lengri tíma.

En hvað á þá að gera við peningana ef einhverjir eru og enginn leið að finna hentuga leið fjárfesta fyrir? Einfalt, greiða niður lán.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f