Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi á glæsilega uppgerðum 70 ára gömlum Farmall.
Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi á glæsilega uppgerðum 70 ára gömlum Farmall.
Líf&Starf 5. ágúst 2015

Á 70 ára gömlum Farmall frá Reykhólum

Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi er eigandi glæsilegrar 70 ára gamallar Farmall-dráttarvélar sem átti afmæli á dögunum. Kom vélin ný að Mýrartungu í Reykhólasveit 13. júlí árið 1945. 
 
Unnsteinn sýndi vélina á Hvanneyrarhátíðinni, en hún var notuð við margvísleg landbúnaðarstörf fram yfir 1970. Þá var búskap hætt á bænum eftir margra mannsaldra búsetu. Var vélin þá seld að bænum Grund þar sem hún hefur verið síðan. Vélin hefur því einungis verið á tveimur bæjum alla sína tíð. 
Unnsteinn segir að þegar vélin kom að Grund hafi hún verið ógangfær. 
 
„Við gerðum hana gangfæra og notuðum hana svolítið, en síðan gerði ég hana upp.“
Unnsteinn segir ekki mikið mál að fá varahluti í þessar gömlu vélar frá Bandaríkjunum. Hann segir mikinn áhuga vera fyrir endursmíði gamalla dráttarvéla og bifreiða í Reykhólasveit. Á síðustu Reykhóladögum, sem er bæjarhátíð íbúa á staðnum, mættu bændur á einum 30  dráttarvélum, flestum uppgerðum af mikilli snilld.  

2 myndir:

Skylt efni: Farmall | Búvélasafn

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...