Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gíraffar eru meðal tegunda stórra spendýra sem eru í útrýmingarhættu.
Gíraffar eru meðal tegunda stórra spendýra sem eru í útrýmingarhættu.
Fréttir 20. febrúar 2019

96% lífmassa spendýra á jörðinni er fólk og búfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrot- og tilgangslausar veiðar á stórum spendýrum eru komnar að þeim mörkum að flestar tegundir eru að nálgast að vera eða eru í útrýmingarhættu.

Samkvæmt yfirlýsingu frá International Union for Conservation of Nature teljast til stórra spendýra fílar, górillur, gíraffar, flóðhestar, nashyrningar og stórir hvalir svo dæmi séu nefnd. Auk þess sem villtir strútfuglar og fleiri villtar dýrategundir teljast með í flokki stórra dýra sem eru á válista.
Í þessu sambandi er áhugavert að líta til lífmassa spendýra í heiminum, um 4% massans eru villt spendýr en 96% er fólk og búfé.

59% á válista

Greining á 362 tegundum stórra dýra­tegunda sýnir að um 70% þeirra eru á undanhaldi hvað fjölda varðar, 59% eru skráð sem tegund í útrýmingarhættu.

Helsta ástæða fækkunar stórra spendýra er talin vera veiðar, síðan ört minnkandi búsvæði vegna útbreiðslu ræktarlands og stækkun borga, mengun og eiturefni í umhverfinu og samkeppni við aðrar og ágengar dýrategundir sem sækja inn á búsvæði dýranna.

Veiðar helsta ástæða fækkunar

Veiðar, hvort sem um löglegar eða ólöglegar veiðar er að ræða, eru sagðar helsta ástæða þess að stórum villtum skepnum hefur fækka mikið undanfarna áratugi. Til löglegra en gersamlega tilgangslausra veiða telst þegar keypt eru veiðileyfi til að skjóta ljón, gíraffa eða önnur stór dýr sér til gamans. Til ólöglegra veiða er þegar dýr eru drepin til að skera af þeim tennur, horn eða aðra líkamshluta sem seldir eru á svörtum markaði.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...