Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fiskeldi í Noregi.
Fiskeldi í Noregi.
Mynd / Thomas Bjorkan
Utan úr heimi 7. mars 2023

40% auðlindaskattur umdeildur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fiskeldisfyrirtækin segja að 40% auðlindaskattur muni hamla uppbyggingu og leiða til uppsagna, en fyrirhugaður skattur er viðbót við hefðbundinn fyrirtækjaskatt.

Norskur almenningur er gagnrýninn á ofsatekjur örfárra fjölskyldna í greininni.

Í september á síðasta ári kynntu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra hjá Arbeiterpartiet, og Tryggve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra hjá Senterpartiet, skatt sem leggja skuli á atvinnugreinar sem nýta sameiginlegar auðlindir, þ.e. fiskeldi, vatnsaflvirkjanir og vindorku. Í kjölfarið féll hlutabréfaverð í fiskeldisfyrirtækjum og hefur hópuppsögnum verið hótað. Frá þessu greinir E24.

Skattafrádráttur verður veittur fyrir framleiðslu upp að fjögur til fimm þúsund tonnum sem tryggir sterkari samkeppnisstöðu minni aðila á markaðnum. Áætlaðar skatttekjur eru rúmir fimmtíu milljarðar íslenskra króna á ári, sem munu deilast jafnt á milli ríkis og sveitarfélags. Skattinum var formlega komið á 1. janúar síðastliðinn og munu fyrirtæki þurfa að greiða 40 prósent af sínum hagnaði, þó endanleg útfærsla verði ekki tilbúin fyrr en í sumar, segir í frétt E24.

Line Ellingsen, hjá Ellingsen Seafood AS, segir í samtali við NRK að skattur sem þessi komi í veg fyrir nauðsynlega uppbyggingu. Nýlega hefur fyrirtæki hennar byggt upp sláturhús og seiðaeldisstöð fyrir hátt í sex milljarða íslenskra króna og segir hún að slík fjárfesting hefði verið ómöguleg með skatti sem þessum. Undanfarin ár hefur gengið mjög vel í greininni, en inn á milli komi slæm ár þar sem til að mynda laxalús og þörungablómi skemmi alla framleiðslu. Því segir hún mikilvægt að fiskeldis- fyrirtæki hafi borð fyrir báru. Árið 2018 var hagnaður fyrirtækisins rúmir þrír milljarðar íslenskra króna, sem var þriðjungur af heildarveltu. Laun Line árið 2018 voru 170 milljónir króna.

Ola Braanaas hjá Firda Seafood segir jafnframt í samtali við NRK að með skattinum muni samkeppnishæfni norskra fiskeldisfyrirtækja veikjast. Hann segir að frá árinu 2010 til 2020 hafi markaðshlutdeild norsks eldislax á heimsmarkaði dregist saman frá 65 prósent niður í 50 prósent.

Málsvarar auðlindaskattsins segja að norska ríkið þurfi að hugsa til framtíðar og koma sér upp tekjugrunni sem tekur við þegar olíuframleiðslan dregst saman. Þetta sé einnig réttlætismál þar sem hafið er sameign þjóðarinnar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...