Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
371 sauðfjárbú fær svæðisbundinn stuðning
Mynd / BBL
Fréttir 19. janúar 2018

371 sauðfjárbú fær svæðisbundinn stuðning

Matvælastofnun tilkynnti í dag að sauðfjárbændur, sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings árið 2017, hafi fengið greidda viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings. Það er í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um stuðning við sauðfjárbændur.

Um er að ræða annan hluta aðgerða stjórnvalda af tveimur í samræmi við bráðabirgðaákvæði reglugerðar nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt.

Til þessa verkefnisins er varið 150 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017.

Greiðsla til hvers sauðfjárbús sem uppfyllir skilyrði fyrir greiðslu svæðisbundins stuðnings er 402.684 kr. og til bænda í Árneshreppi, Strandahreppi, er 503.355 kr. (25% álag).

Alls nutu 371 sauðfjárbú þessa stuðnings.

Matvælastofnun stefnir að því í næstu viku að greiða síðari hluta þessa stuðnings stjórnvalda að upphæð 400 milljónir kr. sem snýr að greiðslu fyrir innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 til að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda.

/mast.is greindi frá

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...