Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá vinstri: Halldór Jónas Gunnlaugsson á Hundastapa, Brynjar Bergsson á Refsstöðum, Þröstur Aðalbjarnarson á Stakkhamri, Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ.
Frá vinstri: Halldór Jónas Gunnlaugsson á Hundastapa, Brynjar Bergsson á Refsstöðum, Þröstur Aðalbjarnarson á Stakkhamri, Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ.
Mynd / TB
Fréttir 19. nóvember 2019

340 bændur skora á samninganefndir að setjast aftur að samningaborði

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Hópur kúabænda hefur staðið fyrir undirskriftasöfnun síðustu daga þar sem skorað er á samninganefndir bænda og ríkisins að setjast aftur að samningaborðinu og endurskoða nýundirritað samkomulag um nautgripasamning. Í áskoruninni segir að algjör óvissa ríki um veigamikil grundvallaratriði á borð við  verðlagningu mjólkur og fyrirkomulag greiðslumarksviðskipta. „Þessi atriði gera það að verkum að ómögulegt er að taka afstöðu til samningsins sem undirritaður var 25. október síðastliðinn. Markmið endurskoðunarinnar er að gera heildstæðan samning með skýr markmið um framtíðar starfsskilyrði nautgriparæktar á Íslandi,“ segir í undirskriftasöfnuninni.

Telja mikla óánægju með endurskoðun samningsins

Þrír fulltrúar þeirra bænda, sem staðið hafa að söfnun undirskrifta, komu í Bændahöllina síðdegis og afhentu formanni og framkvæmdastjóra Bændasamtakanna lista með 340 undirskriftum. Alls eru rúmlega 1300 manns á kjörskrá í kosningum um endurskoðun samningsins sem ráðgert er að hefjist í hádeginu á morgun.

Þröstur Aðalbjarnarson, bóndi á Stakkhamri á Snæfellsnesi, sagði að fleiri undirskriftir væru væntanlegar með kvöldinu. Í tilkynningu sem sett var fram samhliða áskoruninni kom fram að aðstandendur söfnunarinnar hafi orðið áskynja um mikla óánægju meðal bænda um það samkomulag sem liggur fyrir.

„Við erum einfaldlega að skora á samningsaðila að setjast aftur að samningsborðinu og vanda til allra verka. Við teljum að með þessum undirskriftarlistum séum við að hvetja og færa vopn í hendur samninganefnda okkar bænda til að samningsmarkmið bænda hafi frekari framgöngu á samningsborðinu,“ sagði Þröstur.

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, formaður BÍ, tók á móti undirskriftunum og þakkaði bændunum fyrir frumkvæðið. Umræða um samninginn væri mikilvæg og nauðsynlegt að rýna hann vel.

Engin umpólun segir formaður Landssambands kúabænda

Nokkrar umræður hafa skapast um málið á Facebook og birti Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, pistil snemma morguns til að bregðast við fullyrðingum þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni. Hann bendir meðal annars á að það sé engin umpólun í mjólkurframleiðslu í þessari endurskoðun.

„Það hefur legið fyrir síðan fyrir undirskrift á núverandi samnings að íslenskir kúabændur vilja hafa kvótakerfi áfram. Það liggur líka fyrir að bændur vilja að hluti greiðslna frá ríki sé tengdur greiðslumarksmjólk út samningstímann. Það liggur líka fyrir að bændur vildu styrkja enn frekar gripagreiðslur. Allt þetta er viljir íslenskra bænda og endurspeglast í fyrirliggjandi endurskoðun,“ sagði Arnar. Hann bætti við að það væri mikilvægt fyrir bændur að kynna sér vel efni samningsins til þess að taka upplýsta ákvörðun. Í því sambandi bauð hann mönnum jafnvel að hafa símasamband við sig til þess að fara yfir málin.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...