Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
3 góðar fyrir jólin
Á faglegum nótum 13. nóvember 2020

3 góðar fyrir jólin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinsældir goðalilja eru sífellt að aukast, ekki síst sem jóla­blóm, enda þykir mörgum ilmurinn af þeim góður og þær eru fallegar í skreyt­ingar. Ekki skemmir heldur fyrir að að þær fást í fjölda lita, bláar, rauðar, gular, bleikar og hvítar, allt eftir smekk.

Auðveldast er að rækta hýasintur í grunnum glervasa sé ætlunin að hafa þær í blóma yfir jólin. Vasarnir sem fást í Blómavali eru belgmiklir að neðan en þrengjast rétt ofan við miðju og opnast svo aftur. Fylla skal vasann með volgu vatni upp að þrengingunni, eða þannig að vatnsborðið leiki við neðri hluta lauksins án þess að snerta hann. Einungis ræturnar eiga að ná niður í vatnið.

Eftir að laukurinn er kominn í vasa eða skreytingu skal koma honum fyrir á björtum stað við stofuhita og gæta þess að ræturnar séu alltaf rakar.

Samkvæmt grískum goð­sögum lét ungur og fallegur drengur lífið, Hyasintos, þegar hann varð fyrir kringlu guðsins Apólon þegar þeir léku saman kringlukast.

Upp af blóði piltsins uxu þessar liljur sem síðan eru við hann kenndar og oft kallaðar hýasintur. Upprunni hýasinta eða goðalilja er á Balkanskaga.

Jólakaktusinn er uppruninn á Amasonsvæði Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu, þar sem hann vex sem ásæta upp í trjákrónum. Ólíkt flestum öðrum kaktusum vex jólakaktusinn því í raka og skugga. Þetta gerir það að verkum að hann dafnar best í hálfskugga og þolir talsvert meiri vökvun en aðrir kaktusar. Kjörhiti hans er 15 til 20 °C.

Þessi algengi kaktus gengur undir ýmsum heitum eins og haust-, nóvember-, eða krabbakaktus, algengasta heitið er þó að öllum líkindum jólakaktus. Sérstaklega þegar hann blómstrar um jólahátíðina.

Eftir að blómgun lýkur er gott að hvíla hann á svölum stað og draga úr vökvun í nokkrar vikur. Jólakaktusa er hægt að fá í ýmsum litum, rauða, hvíta bleika og lillabláa.

Riddarastjarna, eða amaryllis, er glæsilega laukplanta og sómir sér vel um jólin þegar sterklegur og kjötmikill stöngullinn skartar stórum rauðum, hvítum, bleikum eða tvílitum blómum.

Á Viktoríutímanum í Bret­landi stóð amaryllis fyrir ákveðni, fegurð og ást og vísaði til vilja plöntunnar til að blómstra, glæsileika hennar og á þeim tíma rauðs litar blómanna.

Gott er að vökva plöntuna reglulega og gefa áburð hálfsmánaðarlega á meðan hún er í blóma. Klippa skal blómstöngul­inn af eftir blómgun og draga úr vöknun og hvíla plöntuna í þrjá mánuði á svölum stað eftir blómgun

Plantan er upprunnin í Suður-Ameríku en hefur dreifst þaðan sem pottaplanta á átjándu öld vegna þess hversu harðger og auðveld hún er í ræktun auk þess að vera blómviljug.

Áður en laukurinn er settur í mold er gott að láta neðri hluta hans standa í volgu vatni í nokkra klukkutíma þar sem slíkt hraðar rótarmyndun. Amaryllis laukar þrífast best í næringarríkum og vel framræstum moldarjarðvegi við 15 til 20 °C.
Riddarastjörnu er einnig hægt að rækta í glervasa til jólanna.

Amaryllis er fjölær laukplanta og getur blómstrað tvisvar á ári sé hlúð vel að henni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...