Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rannveig Anna með elstu bók Konubókastofunnar sem er frá 1886, fyrsta  handavinnubókin á Íslandi.
Rannveig Anna með elstu bók Konubókastofunnar sem er frá 1886, fyrsta handavinnubókin á Íslandi.
Mynd / MHH
Fréttir 2. mars 2017

2.500 titlar eftir íslenska kvenrithöfunda

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Á Eyrarbakka er starfrækt Konubókastofa sem er varðveislu- og fræðslusafn og eini staðurinn á Íslandi þar sem hægt er að fræðast um íslenska kvenrithöfunda. 
 
Núna eru um 2.500 titlar af bókum, tímaritum og ýmiss konar efni eftir konur í stofunni. „Við lánum ekki bækur út, ég einfaldlega tími því ekki því ég er svo hrædd um að þær skili sér ekki aftur. Hér er mikið af gersemum, t.d. er elsta bókin frá 1886 og er fyrsta handavinnubókin sem kom út á Íslandi. Margar konur hafa heillast af henni og finnst mjög gaman að skoða. Margar bækur eru áritaðar af höfundi. Við erum með Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út og margt fleira sem gaman er að skoða,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir  eigandi Konubókastofunnar. Opið er tvo daga í viku yfir vetrartímann en í sumar er stefnt að því að hafa opið alla daga vikunnar. Hægt er að fræðast um Konubókastofuna á heimasíðunni www.konubokastofa.is 
Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...