Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
170 ára búnaðarfélagsskapur í Andakílshreppi
Líf&Starf 21. janúar 2022

170 ára búnaðarfélagsskapur í Andakílshreppi

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Um og upp úr miðri nítjándu öld tók að gæta meiri breytinga á atvinnuháttum Íslendinga en áður hafði gerst. Bjartsýni og framkvæmdahugur óx. Íslend­ingar voru þá fyrst og fremst landbúnaðarþjóð. Umbætur í atvinnumálum beindust því einkum að landbúnaðinum. Félags­­leg hreyfing er hvetja skyldi til ræktunar og jarðabóta, spratt upp meðal bænda í nokkrum sveitum. Hún varð almenn og áhrifamikil er kom fram undir aldamótin.

Bændur í Andakílshreppi stofn­uðu með sér Jarðyrkjufélag þann 4. mars 1850. Frumherja mátti kalla þá því þá voru ekki mörg slík félög tekin til starfa í landinu. Með þátttöku í Jarðyrkjufélaginu skyldi efla með mönnum metnað til jarðabóta, ekki síst túnasléttunar. Mældar voru árlegar framkvæmdir félagsmanna og skýrslur um þær birtar í blaðinu Þjóðólfi. Þátttaka hreppsbúa varð almenn um tíma en svo dofnaði yfir starfinu; tíðarfar varð erfitt og fjárkláðinn herjaði. Samt voru þeir nokkrir sem nudduðu áfram í
anda félagsins.

Árið 1881 var aftur blásið til félags­legrar sóknar og nú með stofnun Búnaðarfélags Andakíls­hrepps. Skyldi það starfa í svipuðum anda og Jarðyrkjufélagið. Búnaðarfélagið var hluti af félagsmálahreyfingu bænda, sem þá var að spretta fram í mörgum sveitum, og varð áhrifamikil um meginhluta tuttugustu aldar.

Nú hefur saga búnaðarfélagsskapar í Andakílshreppi allt frá 1850 verið tekin saman í kver sem kom nýlega út í ritröð Landbúnaðarháskóla Íslands. Höfundur þess er undirritaður. Kverið er eingöngu gefið út á rafrænu formi. Það má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans, https://www.lbhi.is/saga_bunadarfelags_andakilshrepps
Andakílshreppur var langt fram á síðustu öld dæmigerð landbúnaðarbyggð. Búnaðarfélagið var því helsti félagslegi vettvang­urinn, auk hreppsskilafunda, þar sem framfaramál sveitarinnar voru rædd og ákvarðanir teknar. Saga búnaðarfélagsskapar í hreppnum er því um leið saga mannlífs þar, rétt eins og í mörgum öðrum sveitum. Félagsstarfið var stundum líflegt en stundum dauft.

Með sameinuðu afli innan Búnaðarfélagsins, á grunni hins gamla Jarðyrkjufélags, tóku bændur á móti nýjum tímum í ræktun og búskap með eflingu metnaðar, styrkti þá til verkfæra­kaupa og réði búfræðinga til starfa. Hreppsbúar glímdu við afleið­ingar mæðiveikinnar, stofn­uðu til tilraunabús í refarækt með Hvanneyar­skóla, börðust fyrir samgöngubótum og stofnuðu vélaverkstæði í Bæ í Bæjarsveit, sem enn starfar. Viðamesta verk félagsins í dag er rekstur stórvirkra búskaparvéla, rekstur sem staðið hefur í meira en sjötíu ár – svo fátt eitt sé nefnt af því sem búnaðarfélagsskapurinn í Andakílshreppi hefur komið til leiðar.

Allt þetta má lesa um í kverinu, sem öllum er aðgengilegt á áðurnefndri heimasíðu. Kverið er framlag til byggðasögu Anda­kílshrepps á mestu breytinga­tímum íslensks þjóðlífs til þessa.

Bjarni Guðmundsson

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...