Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
123 sauðfjárbú í landinu með yfir 600 fjár
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 8. september 2017

123 sauðfjárbú í landinu með yfir 600 fjár

Höfundur: TB

Af 2.422 sauðfjáreigendum í landinu síðastliðið haust voru 123 með 600 kindur eða fleiri eða 5,1% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra eða 41 og næst flest á Vesturlandi 27. Samtals voru 286 bú með 400-599 kindur eða 11,8%. Flest þeirra voru einnig á Norðurlandi vestra eða 73. Þar á eftir komu Austurland með 53 bú, Vesturland með 49, Norðurland eystra með 47 og Suðurland með 44. Samtals voru 493 bú með 200-399 kindur eða 20,4% en langflestir sauðfjáreigendur eru með 199 eða færri kindur eða 1.520 sem eru tæplega 63% af heildinni. Þetta kemur fram í samantekt Byggðastofnunar um dreifingu sauðfjár á Íslandi sem birt er á vef stofnunarinnar.  

Fjöldi ásettra kinda voru 471.728 árið 2016 en voru 470.678 haustið 2015. Fjölgunin er ríflega þúsund kindur eða 0,2%.

Samtals fjölgaði kindum um 1.050 á milli ára eða 0,22%. Um óverulegar breytingar var því að ræða á heildarfjölda sauðfjár. Utan suðvesturhornsins, þar sem fé er tiltölulega fátt, fjölgaði mest á Vesturlandi um 2,2% og á Norðurlandi vestra um 1,7%. Hlutfallslega mesta fækkunin varð á Vestfjörðum um 2,1% og á Suðurlandi um 1,7%. Eftir sveitarfélögum var mest fjölgun í Dalabyggð, Húnaþingi vestra og Húnavatnshreppi, um 1000-1200 kindur í hverju sveitarfélagi. Langmesta fækkunin varð í Árneshreppi þar sem kindum fækkaði um ríflega 900 eða ríflega þriðjung. Næst mesta fækkunin varð í Mýrdalshreppi um tæplega 600 kindur eða 11,5%, segir í skýrslu Byggðastofnunar.

Dreifing sauðfjár á Íslandi - pdf

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...