Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Er sannleikurinn sagna bestur?
Lesendarýni 16. mars 2023

Er sannleikurinn sagna bestur?

Höfundur: Ari Teitsson, fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands.

Í grein sem Tryggvi Felixson ritaði í Bændablaðið 23. febrúar sl. undir fyrirsögninni Sannleikurinn er sagna bestur, gerir hann athugasemdir við að Norðurál telji sig nota 100% endurnýjanlega raforku við alla framleiðslu.

Ari Teitsson.

Tryggvi bendir jafnframt á að reglur upprunaábyrgðarkerfs orku banni blekkingar.

Fyrir liggur að íslenska raforkukerfið er ekki tengt samtengdu raforkukerfi Evrópuþjóða og nær öll íslensk raforka er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Því virðist augljós blekking að halda því fram að samtengt raforkukerfi Evrópuþjóða afhendi kaupendum hreina íslenska orku og einnig blekking að íslenska raforkukerfið geti afhent Norðuráli eða öðrum raforkukaupendum orku sem framleidd er með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku.

Tryggvi segir orðrétt: „Það er löngu tímabært að Landsvirkjun krefjist þess að Norðurál – það fyrirtæki sem nýtir 25% af raforku landsins – segi satt um uppruna þeirrar orku sem það nýtir í starfseminni.“

Það er þó eigi að síður augljóslega heilagur sann- leikur að Norðurál og önnur íslensk fyrirtæki nota nær eingöngu endurnýjanlega raforku í starfsemi sinni, enda ekki annarra kosta völ.

Að sá sannleikur sé sagna bestur virðist þó ekki sjálfgefið ef marka má umfjöllun Tryggva.

Skylt efni: raforka

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...