Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Erla Gunnarsdóttir, starfsmaður BÍ, Guðmundur Svansson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda og Eydís Rós Eyglóardóttir stjórnarmaður.
Erla Gunnarsdóttir, starfsmaður BÍ, Guðmundur Svansson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda og Eydís Rós Eyglóardóttir stjórnarmaður.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 13. mars 2023

Mikill innflutningur frá Úkraínu kom á óvart

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn búgreinadeildar kjúklingabænda situr óbreytt og að sögn formannsins gekk fundurinn á búgreinaþingi vel fyrir sig. Meðal þess sem var rætt er innflutningur á kjúklingakjöti og innri mál greinarinnar.

Guðmundur Svavarsson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda, segir að fundur kjúklingabænda hafi gengið mjög vel. „Deildin er fámenn og góð samstaða hjá okkur. Við fórum yfir tollverndina, dýraheilbrigði og önnur mál sem snerta greinina.“

Innflutningur á kjúklingakjöti

„Mikill innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu undanfarna mánuði kom okkur í opna skjöldu og við höfum talsverðar áhyggjur af því að kjötið sé ekki af sömu gæðum og innlent kjúklingakjöt. Samkvæmt því sem ég hef heyrt er sýklalyfjanotkun í landbúnaði mikil í landinu.

Bændasamtökin hafa sent Matvælastofnun erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið er að útgáfu á heilbrigðisvottorðum fyrir innflutninginn, hvaða vottorð hafi verið gefin út og hvort kjötið komi frá bændum, sláturhúsum og vinnslum sem uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til slíkra aðila hér á landi.“

Innra starf

Kjúklingabændur fóru einnig yfir innra starf greinarinnar á fundinum og að sögn Guðmundar eru félagsmenn spenntir að sjá hvað kemur út úr endurskoðun á félagsgjaldakerfi Bændasamtakanna.

„Bent hefur verið á að í dag er lítill munur á þeim félagsgjöldum sem þeir allra stærstu greiða og þeim sem smærri og miðlungs framleiðendur greiða. Áhugavert verður að sjá hvað kemur út úr þeirri umræðu á Búnaðarþingi.“

Óbreytt stjórn

Stjórn búgreinadeildar kjúklingabænda situr óbreytt frá síðasta ári og í henni eru Guðmundur Svavarsson formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson.

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...