Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 9. mars 2023

Félagsmönnum BÍ fjölgað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 200 manns mættu á búgreinaþing 2023 sem var haldið 22. og 23. febrúar. Í setningu kom fram að rekstur Bændasamtakanna væri í járnum en sífellt væri leitað leiða til að efla og bæta reksturinn.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði að meðlimum BÍ hafi fjölgað um 25% á milli ára og að það sé ánægjulegt og sýni að bændur almennt sjái hag sinn í því að vera í samtökunum.

Gunnar tiltók ýmis verkefni sem samtökin hafa unnið að undanfarna mánuði og þar á meðal mál sem snerta tryggingar bænda, heilsu þeirra og velferð.

Í samtali við Bændablaðið þegar leið á þingið sagðist Gunnar hafa góða tilfinningu fyrir þinginu og gangi þess.

„Þingið var drifið áfram af krafti og fulltrúar þess tóku virkan og málefnalegan þátt í umræðunum sem áttu sér stað. Vinna sem var unnin í aðdraganda búgreinaþingsins er að skila vandaðri vinnu inn á þingið og hér er verið að móta þær enn betur fyrir væntanlegt Búnaðarþing sem haldið verður 30. og 31. mars næstkomandi.“

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...