Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn 5. mars síðastliðinn á eins árs afmælisdegi félagsins. Á fundinum var Kjartan Páll Sveinsson kjörinn formaður félagsins.
Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn 5. mars síðastliðinn á eins árs afmælisdegi félagsins. Á fundinum var Kjartan Páll Sveinsson kjörinn formaður félagsins.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. apríl 2023

„Stórútgerðin reynir að grafa undan trúverðugleika strandveiða“

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kjartan Páll Sveinsson er nýkjörinn formaður Strandveiðifélags Íslands. Hann hefur miklar áhyggjur af framtíð strandveiða.

„Alveg frá því að kerfinu var komið á 2009 hefur stórútgerðin fundið strandveiðum allt til foráttu og reynt að grafa undan trúverðugleika þeirra, en við verðum að halda áfram að berjast fyrir okkar tilverurétti. Kerfið er tilkomið af baráttu og verður eingöngu viðhaldið með baráttu. Ef við treystum á það að við eigum eðlislægan rétt á strandveiðum, þá verður þetta tekið af okkur. En við höfum þó réttlæti og almenningsálit með okkur í liði, og slagkraftur 700 strandveiðimanna er gríðarlegur, þannig að ég geng inn í þetta hlutverk með bjartsýni,“ segir hann.

Vertíðin er fjórir mánuðir

Að sögn Kjartans eru að jafnaði á bilinu 600-700 bátar á strandveiði á hverri vertíð.

„Okkur er mjög þröngur stakkur sniðinn. Vertíðin er fjórir mánuðir, maí til ágúst, en svo erum við stoppuð af þegar potturinn klárast. Þannig þurftum við að hætta seinasta sumar þegar þriðjungur var eftir af vertíð. Svo megum við bara róa mánudaga til fimmtudaga, fjórtán tíma á dag, og landa 774 kílóum eftir hverja veiðiferð.”

Fjögur sterk rök fyrir strandveiðum

Kjartan telur til nokkur rök fyrir því að styrkja strandveiðikerfið.

„Í fyrsta lagi eru veiðar með handfærum umhverfisvænar, hvort sem litið er til kolefnisspors, röskunar á lífríki sjávar eða plastmengunar. Í öðru lagi er afli strandveiða fyrsta flokks vara sem er afar eftirsótt um allan heim. Í þriðja lagi eru strandveiðar mikilvægur liður í því að styrkja brothættar byggðir og glæða sjávarpláss lífi á ný. Kosturinn við strandveiðar er að þær eru grasrótarlausn á byggðavandanum og þeim fylgir enginn kostnaður fyrir skattgreiðendur, þar sem strandveiðiflotinn leggur miklu meira til ríkisins en hann tekur út. Í fjórða lagi opna strandveiðar dyr fyrir þá sem vilja stunda sjósókn óháð duttlungum stórútgerðarinnar, enda er kerfið sprottið af úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um rétt til atvinnufrelsis og rétt til að velja sér búsetu,“ segir Kjartan Páll.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...