Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
„Ófreskjan úr austri” olli mesta fjárdauða í Bretlandi í fimm ár
Fréttir 12. júlí 2018

„Ófreskjan úr austri” olli mesta fjárdauða í Bretlandi í fimm ár

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Óvenjukaldur vetur og vor í Bretlandi á þessu ári virðist hafa leitt til mesta sauðfjárdauða í landinu í fimm ár samkvæmt tölum National Fallen Stock Company (NFSCo) og fram kemur í Farmers Weekly.

Kuldi og bleyta var óvenju mikill frá því í febrúarlok. Drapst fullorðið fé því umvörpum og var dánartíðnin 10% hærri en í meðalári, eða 15.000 skepnur. Lambadauði var enn meiri, eða 30% umfram meðaltal, eða 250.000 lömb.

Hér á landi þætti mikið að bændur misstu um 13.000 fjár í meðalári, en hafa verður í huga að í Bretlandi gengur flest fé úti allt árið, ólíkt því sem hér þekkist.

NFSCo hóf að taka saman tölur um fjárdauða í Bretlandi 2011. Samkvæmt þeim gögnum átti 69% lambadauðans sér stað á tímabilinu frá mars og fram í maí. Þar af átti 35% af afföllunum sér stað í apríl. 
Dánartíðnin í vor var sú mesta síðan 2013 og er líklega talin vera sú versta sem nokkru sinni hefur verið. Naut NFSCo góðs samstarfs við bændur við að taka saman þessi gögn.

„Ófreskjan úr austri“

Í frétt Farmers Weekly segir að ótíðin í vor hafi byrjað 23. febrúar þegar „Ófreskjan úr austri“ (Beast of the East), veðrafyrirbrigði sem átti upptök sín í Síberíu, seig yfir stóran hluta Evrópu. Herjaði veðrið á mörg héruð Bretlands með miklum vindi og snjófjúki. Kuldi og rigning í kjölfarið leiddi svo til þess að mars varð kaldasti mánuður sem mælst hefur í heilan áratug.

Góða veðrið undanfarnar vikur hefur þó fengið fólk til að gleyma vonda veðrinu þegar sauðburður stóð sem hæst, að sögn Phil Stocker hjá Landssamtökum breskra sauðfjárbænda. Segir hann tölur NFSCo sýna vel þann skelfilega missi og tilheyrandi fjárhagslegan skaða sem bændur hafi orðið fyrir.

„Ef afurðaverð væri ekki tiltölulega hátt eins og nú er, væru bændur í miklum vanda. Samt munu margir bændur enn eiga langt í land með að ná saman endum,“ segir Stocker.

Skylt efni: fjárdauði | Bretlandseyjar

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...