Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Vinna hafin við frumvarp að lögum um landgræðslu
Fréttir 3. desember 2014

Vinna hafin við frumvarp að lögum um landgræðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu.

Núgildandi lög voru staðfest 24. apríl 1965. Margt hefur breyst í okkar samfélagi síðan og hefur lengi verið talin ástæða til að endurskoða núgildandi lög.

Í frétt á vef Umhverfisráðuneytisins segir að við gerð frumvarpsins verði m.a. byggt á vinnu nefndar um endurskoðun laga um landgræðslu, sem skilaði greinargerð í júní 2012. Í greinagerðinni er lagt til að tilgangur laganna skuli vera: „að vernda, endurheimta og auka þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í jarðvegi og gróðri landsins og stuðla að sjálfbærri vernd og nýtingu þeirra. Jafnframt að vistkerfi  landsins geti veitt samfélaginu fjölbreytta þjónustu.“
Við gerð frumvarpsins er lögð áhersla á að skýra ákvæði um verndun vistkerfa og jarðvegs, sjálfbæra nýtingu þeirra, sem og leiðir til landgræðslu með það meginmarkmið að byggja upp og endurheimta gróður- og jarðvegsauðlindir landsins.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun njóta aðstoðar samráðsvettvangs við gerð frumvarpsins. Hann verður skipaður tveimur fulltrúum fyrri nefndar, og fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landverndar. Hlutverk vettvangsins er að vera ráðuneytinu til ráðgjafar um innihald og uppbyggingu nýs frumvarps, m.a. á grunni fyrirliggjandi vinnu.

Miðað er við að frumvarp til nýrra laga um landgræðslu verði lagt fram á haustþingi 2015.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f