Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Vilja ljósleiðara í Ásahrepp
Fréttir 28. júlí 2014

Vilja ljósleiðara í Ásahrepp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hreppsnefnd Ásahrepps vill skoða möguleikann á lagningu ljósleiðara í hreppinn. Á fundi hreppsnefndar fyrir skömmu greindi Ingólfur Bruun frá því að lagning ljósleiðara í Mýrdal hefði gengið vel, en væri ekki að fullu lokið. 

Hann mælti með að hreppsnefnd Ásahrepps myndi hitta forsvarsmenn verkefnisins í Mýrdal og kynna sér það. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver hönnunarkostnaður yrði fyrir ljósleiðaravæðingu Ásahrepps. 

Ingólfur mælti með að fyrirtækin Heflun ehf. og Leiðarinn ehf. yrðu fengin til að vinna verkið og að notaðir verði tengiskápar í stað tengibrunna. Hann lagði einnig til að sveitarfélagið eða dótturfyrirtæki þess verði eigandi allra lagna og að samið verði við fjarskiptafyrirtæki um rekstur kerfisins.

Hreppsnefnd Ásahrepps leggur áherslu á að vandað verði til undirbúnings fyrir ljósleiðaralögn í hreppinn og að verðkönnun verði gerð á sem flestum verkþáttum og efni til verksins.  Oddvita var falið að skipuleggja heimsókn til fyrirtækisins Líf í Mýrdal til að kynna sér viðhorf verkkaupa í Mýrdal.
 

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...