Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup.
Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup.
Mynd / James Baltz
Fréttir 31. júlí 2023

Vilja leyfa notkun á glýfosati

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun vera að vinna að endurupptöku á notkunarheimildum á efninu glýfosat í aðildarríkjum sínum. Umhverfisverndarsamtök fordæma ákvörðunina.

Glýfosat er virka efnið í algengum illgresiseyðum á borð við Roundup. Álitamál hefur verið um hvort notkun þess geti verið hættuleg heilsu manna og mögulega valdið krabbameini. Á undanförnum árum hefur því verið hávær umræða um takmörkun og banna við notkun þess.

Nýlega birti Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) samantekt á niðurstöðum sínum um notkun þess í landbúnaði. Segir í þeim að áhrif notkunar glýfosats á heilsu manna, dýra og umhverfis valdi ekki áhyggjum. Umhverfisverndarsamtök mótmæltu áliti EFTA og saka stofnunina um að ganga erinda stórfyrirtækja í matvælaiðnaði. Samkvæmt fregn miðilsins Politico mun framkvæmdastjórnin á næstu vikum kynna álit sitt og hefja viðræður um leyfisveitingu efnisins. Talsmenn hagsmunasamtakanna Pesticide Action Network Europe hafa fordæmt framferði framkvæmdastjórnarinnar og kalla eftir að EFSA birti allar niðurstöður sínarogöllgögnsemliggjaþeimtil grundvallar áður en farið er að ræða leyfisveitingar. Þau segja niðurstöður framkvæmdastjórnarinnar „vandræðalegar“ og grafi undan rótgrónum skilningi á áhættu tengdum notkun á glýfosati. Talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar segir hana starfa gagnsætt og hafi fylgt hefðbundinni málsmeðferð.

Búist er við að endanleg ákvörðun verði tekin í október.

Skylt efni: glýfosat

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...