Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis og talsmaður Innviðafélags Vestfjarða, og Gauti Geirsson, stjórnarmaður í Innviðafélagi Vestfjarða og framkvæmdastjóri Háafells ehf.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis og talsmaður Innviðafélags Vestfjarða, og Gauti Geirsson, stjórnarmaður í Innviðafélagi Vestfjarða og framkvæmdastjóri Háafells ehf.
Mynd / Aðsend
Fréttir 23. september 2024

Vilja flýta innviðauppbyggingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfjarða að sögn Guðmundar Fertram Sigurjónssonar, stofnanda og forstjóra Kerecis.

Hann er talsmaður nýstofnaðs Innviðafélags Vestfjarða sem ætlar að leggja sitt af mörkum við að flýta uppbyggingu á svæðinu.

Félagið undirritaði á dögunum samstarfssamning við Bláma nýsköpunarfélag um greiningu og ráðgjöf tengda því að flýta uppbyggingu og fjármögnun samgönguinnviða á Vestfjörðum.

Að baki Innviðafélagi Vestfjarða standa kraftmikil fyrirtæki á Vestfjörðum að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þar kemur fram að velta atvinnulífs á Vestfjörðum hafi þrefaldast á árunum 2016–2023. Haft er eftir Guðmundi Fertram að sóknarhugur sé í Vestfirðingum.

„Efnahagsævintýri Vestfjarða er raunverulegt og sá vöxtur nýtist þjóðarbúinu. Hins vegar kallar áframhaldandi verðmætasköpun og vöxtur á stóraukinn kraft í uppbyggingu samgönguinnviða fjórðungsins. Við trúum því að öflugir innviðir séu forsenda sterkra samfélaga. Finna verður leiðir til fjármögnunar samgönguinnviða Vestfjarða og greiða niður háa innviðaskuld fjórðungsins.

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla áframhaldandi verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfjarða. Það kallar á samstarf atvinnulífs, íbúa og hins opinbera.“

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...