Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Viðbótarstuðningur við nautakjötsframleiðendur
Fréttir 8. mars 2024

Viðbótarstuðningur við nautakjötsframleiðendur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðuneytið hefur ákveðið að leggja til 100 milljónir króna í stuðning við nautgripabændur á sláturálag, á móti þeim 50 milljónum sem stjórn deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökunum hefur ákveðið að ráðstafa úr búvörusamningi.

Forsagan er sú að stjórnvöld tilkynntu í byrjun desember um stuðningsgreiðslur til bænda vegna þeirra fjárhagserfiðleika sem búgreinar glímdu við í kjölfar óhagstæðra efnahagsaðstæðna. Í þeim var nánast ekkert til að koma til móts við vanda nautakjötsframleiðenda. „Það kom vissulega aukning á gripagreiðslum holdakúa en sú framleiðsla er enn þá lítill hluti af heildar nautakjötsframleiðslunni. Stjórnin vakti strax athygli á þessu og einnig kom fram gagnrýni hjá bændum,“ segir Rafn Bergsson.

Rafn Bergsson.

„Í framhaldinu ákvað stjórn að leggja til að ráðstafa 50 milljónum af framleiðslujafnvægislið búvörusamninga inn á sláturálag og óska eftir að ráðuneytið kæmi með fjármagn á móti til að koma á móts við vanda nautakjötsframleiðenda,“ heldur Rafn áfram.

„Þetta fjármagn alls, 150 milljónir, bætist við sláturálagspottinn sem fyrir er á árinu 2024. Þetta fer á þá gripi sem standast gæðakröfur sem til þeirra eru gerðar.“

Fjármagnið fer á alla gripi sem standast kröfur, óháð kúakyni, og verður samtals 394,1 milljón króna í stað 244,1 milljón króna.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...