Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýútskrifaðir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en 72 nemendur brautskráðust við hátíðlega athöfn í Hjálmkletti í Borgarnesi þann 31. maí síðastliðinn.
Nýútskrifaðir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en 72 nemendur brautskráðust við hátíðlega athöfn í Hjálmkletti í Borgarnesi þann 31. maí síðastliðinn.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar 72 nemendur brautskráðust frá Landbúnaðarháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi þann 31. maí.

Nemendur voru þar að klára starfsmenntanám, háskólabrautir og framhaldsnám. Tabea Elisabeth útskrifaðist úr landslagsarkitektúr með einkunnina 8,97 en hún hlaut einnig verðlaun fyrir besta árangur fyrir BS-lokaverkefni ásamt Magnúsi Guðbergi Jónssyni Núpan. Í lokaverkefni sínu vann Tabea hönnunarleiðbeiningar tengdar frjókornaofnæmi í borgarlandslagi. Viðfangsefni Magnúsar var býflugnarækt í borgarumhverfi.

Lára Guðnadóttir hlaut verðlaun Bændasamtaka Íslands fyrir besta árangur á búfræðiprófi. Hún hlaut einnig verðlaun Búnaðarsamtaka Vesturlands fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum. Sunna Lind Sigurjónsdóttir er handhafi verðlauna RML fyrir frábæran árangur í búfjárræktargreinum en hún var einnig verðlaunuð fyrir árangur í námsdvöl. Vésteinn Valgarðsson hlaut verðlaun, gefin af Líflandi, fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum. Í heild voru 22 nýir búfræðingar útskrifaðir ásamt tveimur garðyrkjufræðingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá LbhÍ. Skólinn brautskráði nemendur af fimm BS-brautum. Eydís Ósk Jóhannesdóttir og Marta Stefánsdóttir hlutu verðlaun Bændasamtaka Íslands fyrir góðan árangur á búvísindabraut. Steindóra Ólöf Haraldsdóttir fékk verðlaun fyrir árangur í hestafræðum og Anna Björg Sigfúsdóttir fyrir góðan árangur í náttúru- og umhverfisfræðum. Narfi Hjartason hlaut svo verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi í skógfræði.

Sautján nemendur útskrifuðust með meistarapróf. Díana Berglind Valbergsdóttir og Valdís Vilmarsdóttir hlutu verðlaun fyrir góðan árangur á MS-prófi í skipulagsfræðum. Franklin Harris fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í námi á umhverfisbreytingum á norðurslóðum og Kári Freyr Lefever fyrir frábæran árangur í rannsóknamiðuðu meistaranámi. Þá lauk Maria Wilke doktorsprófi í skipulagsfræði á árinu að því er fram kemur í tilkynningu LbhÍ.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...