Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Velta í iðnaði 1.357 milljarðar króna 2016
Fréttir 14. ágúst 2017

Velta í iðnaði 1.357 milljarðar króna 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Greinin er fjölþætt og snertir nær alla þætti hagkerfisins.

Í eftirfarandi samantekt á heima­síðu Samtaka iðnaðarins segir að iðnaðurinn hafi átt stóran þátt í því að ná niður atvinnuleysinu sem var eitt helsta mein íslensks hagkerfis eftir efnahagsáfallið 2008. Hefur greinin skilað um þriðjungi hagvaxtarins á þessum tíma.

Iðnaður skapar 29% landsframleiðslunnar

Íslenskur iðnaður er umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Innan iðnaðar er fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem eru samofin öllum sviðum efnahagslífsins. Iðnaðarstarfsemi hér á landi er því afar mikilvægur þáttur í gangverki hagkerfisins sem skapar margvísleg störf. Skapaði greinin ríflega 29% landsframleiðslunnar með beinum hætti á árinu 2016 eða 705 milljarða króna ef með er tekinn óbeint framlag greinarinnar til verðmætasköpunar hagkerfisins er umfang hennar umtalsvert meira.

Iðnaður skapar 36% gjaldeyristekna

Gjaldeyristekjur fyrirtækja í iðnaði námu í fyrra 422 milljörðum króna eða 36% af heildargjaldeyristekjum þjóðarbúsins af útflutningi vöru og þjónustu árið 2016. Tekjurnar eru af fjölþættri starfsemi iðnaðar á sviði framleiðslu-, hugverka- og byggingariðnaðar.

Velta í iðnaði 1.357 milljarðar króna á síðasta ári

Velta í iðnaði nam 1.357 milljarðar króna á síðasta ári. Um er að ræða um 33% af allri virðisaukaskattskyldri veltu fyrirtækja í landinu. Undirstrikar það hlutfall mikið umfang iðnaðar í hagkerfinu. Er hlutfallið svipað og það hefur mælst að meðaltali í þessari efnahagsuppsveiflu.  

Skylt efni: Iðnaður

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...