Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Velferðarsjóður Bændasamtaka Íslands tekur til starfa
Fréttir 24. júlí 2018

Velferðarsjóður Bændasamtaka Íslands tekur til starfa

Höfundur: Tjörvi Bjarnason


Á ársfundi BÍ í mars 2017 var samþykkt að stofna Velferðarsjóð Bændasamtaka Íslands sem hafi það hlutverk að styðja fjárhagslega við félagsmenn samtakanna er þeir verða fyrir áföllum í búskap sínum.

Þar að auki styrki sjóðurinn forvarnarverkefni. Þá skyldi sjóðurinn hefja starfsemi þegar lágmarksfjármögnun væri náð. Nú liggur fyrir að sjóðurinn muni hefja starfsemi. Allir félagsmenn Bændasamtaka Íslands teljast til sjóðsfélaga og geta því sótt um styrk í sjóðinn.

Afgreiðsla umsókna fer fram fjórum sinnum á ári og verður sjóðsfélögum kynntur umsóknarfrestur í Bændablaðinu og á vefsíðu Bændasamtakanna. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður í haust en umsóknarfrestur er til 27. ágúst. Opnað verður fyrir umsóknir 23. júlí nk.

Hægt er að sækja um tvenns konar styrki. Annars vegar geta félagsmenn sótt um styrk fyrir búrekstur sinn hafi þeir orðið fyrir áfalli vegna veikinda eða slyss sem leiðir til aukins rekstrarkostnaðar fyrir búið, t.d. launakostnaðar vegna ráðninga afleysingafólks eða verktakakostnaðar. Veittir eru styrkir vegna útlagðs rekstrarkostnaðar sem fellur til vegna langvarandi veikinda þess sem að búrekstri stendur (veikindi skulu hafi staðið yfir í að lágmarki tvo mánuði) vegna ráðninga afleysingafólks, verktakakostnaðar eða annarra sambærilegra útgjalda. Þá geta veikindi maka skapað sömu réttindi fyrir sjóðsfélaga. Hámarks styrkveiting getur mest orðið kr. 400.000 í 6 mánuði á hverju 12 mánaða tímabili.

Hins vegar styrkir sjóðurinn forvarnir og vinnuvernd, þ.e. verkefni tengd vinnuvernd og slysavörnum eða önnur verkefni í einstökum búgreinum sem hafa það að markmiði að bæta velferð sjóðsfélaga, t.d. efling öryggismála á búi sjóðsfélaga.

Fjárhagur og stefna stjórnar sjóðsins ræður úthlutunum á hverjum tíma. Er nú í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum í sjóðinn. Þær skulu berast stjórn sjóðsins rafrænt en umsóknareyðublöð er að finna á Bændatorginu. Úthlutunarreglur sjóðsins má nálgast á bondi.is.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...