Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi.
Þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi.
Mynd / Jón Gíslason
Fréttir 26. október 2020

Vel þegin samverustund í amstri haustsins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hrútasýning Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps var haldin í byrjun þessa mánaðar í Hvammi í Vatnsdal. Sýningin var vel sótt og þátttakan góð að sögn Jóns Gíslasonar, bónda á Hofi. „Þetta var vel þegin samverustund í amstri haustsins.

Keppt var í þremur flokkum. Að lokum voru sigurvegararnir í flokkunum þremur bornir saman og besti hrútur sýningarinnar valinn. Dómarar voru Gunnar Þórarinsson og Guðni Ellertsson.

Í flokki kollóttra stóð efstur hrútur no 248 frá Hofi. Faðir er Árangur 15-159 frá Árbæ og móðir Strönd 17-811 frá Hofi. Hann var jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.

Í flokki mislitra stóð efstur svartur hrútur, no 73 frá Hæli. Faðir er Glæpon 17-809 frá Hesti og móðir 18-052 frá Hæli.

Í flokki hyrntra stóð efstur hrútur no 69 frá Hæli. Faðir hans er einnig Glæpon 17-809 frá Hesti, en móðir er 18-041 frá Hæli. 

Sigurvegarar í hverjum flokki. Lengst til vinstri er
Jón Kristófer Sigmarsson með mislita hrútinn,
Helene Finzel með þann hyrnta í miðið, og lengst
til hægri er Jón Ægir Jónsson með þann kollótta,
besta hrút sýningarinnar.

Börnin í skrautgimbraflokknum eru, talin frá
vinstri: Magnús Ólafsson, Jóhanna Einarsdóttir,
Salka Kristín Ólafsdóttir og Harpa Katrín Sigurðardóttir.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...