Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matarúrgangur er lífrænt efni sem nýta má sem áburð.
Matarúrgangur er lífrænt efni sem nýta má sem áburð.
Mynd / crw.com
Fréttir 31. október 2022

Vegvísir um nýtingu lífrænna efna sem áburð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Unnið er að gerð vegvísis um nýtingu lífrænna efna til áburðargjafar í landbúnaði og landgræðslu.

Verkefnið felst í því að setja fram áætlun um sjálfbæra nýtingu lífrænna efna.Í kynningu á verkefninu segir að í því felist að setja fram beinskeytta og trúverðuga áætlun sem inniheldur meðal annars mat á núverandi ástandi, greiningu á tækifærum og forgangsröðun þeirra, sem og framsetningu sviðsmynda.

Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á gerð vegvísisins, en hefur sér til halds og trausts ráðið Verk- fræðistofuna Eflu til að aðstoða við verkið. Auk þess sem stofnanir ráðuneytisins og hagaðilar, Matís, RML, Landgræðslan og MAST, sitja í stýrinefnd þess.

Fyrr í þessum mánuði var haldinn vinnufundur tengdur verkefninu þar sem hagaðilar úr ýmsum atvinnugreinum fengu tækifæri til að kynna sér gerð vegvísisins og koma með innlegg. Stefnt er að því að vegvísisirinn verði birtur fyrir lok árs.

Skylt efni: lífrænn áburður

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f