Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vefverslun með íslenskar búvörur
Mynd / Skjáskot Gott og blessað
Fréttir 2. nóvember 2020

Vefverslun með íslenskar búvörur

Höfundur: smh

Vefverslunin Gott og blessað hefur tekið til starfa. Nú er hægt að kaupa íslenskar búvörur frá smáframleiðendum beint í gegnum netið og fá þær sendar heim.

Vöruúrvalið spannar breitt svið íslenskrar matvöruframleiðslu en þar má finna grænmetis-, kjöt-, mjólkur- og fiskivörur – unnar matvörur og tilbúna rétti. 

Fjallað var um væntanlega opnun verslunarinnar í Bændablaðinu í ágúst. 

Gott og blessað hefur að markmiði að kynna og selja vörur íslenskra smáframleiðenda og heimavinnsluaðila ásamt því að selja sælkeravörur frá framleiðendum sem nota íslenskt hráefni.  Jafnframt því að reka vefverslun er Gott og blessað með litla verslun að Flatahrauni 27 í Hafnarfirði.  Þangað geta viðskiptavinir sótt vörur sem þeir hafa pantað en jafnframt skoðað og keypt vörur sem þar eru á boðstólum.

Vefverslunin mun leitast við að tryggja aðgang neytenda að þessum vörum og að vefverslunin verði öruggur farvegur fyrir smáframleiðendur til þess að koma vörum sínum í sölu og dreifingu.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...