Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Útflutningur á svínakjöti að hefjast til Rússlands
Fréttir 26. september 2014

Útflutningur á svínakjöti að hefjast til Rússlands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Allt bendir til að útflutningur á svínakjöti til Rússlands hefjist fljótlega. Í fyrstu verða flutt út milli 100 og 200 tonn, sambærilegt verð fæst fyrir kjötið í Rússlandi og hér.

Geir Gunnar Geirsson, fram­kvæmda­stjóri Stjörnugríss, segir að það ráðist í vikunni hvort leyfi fáist til að flytja íslenskt svínakjöt til Rússlands. „Við erum búnir að vinna lengi í þessu og ég á ekki von á öðru en að leyfið fáist. Magnið sem um ræðir er milli 100 og 200 tonn að lágmarki og verðið er ásættanlegt og litlu lægra en fæst fyrir kjötið hér.“

Að sögn Geirs hefur innflutningur á svínakjöti gert framleiðendum hér erfitt um vik að losna við ákveðna vöruflokka og hluta svínakjötsins og því gott að fá aðgang að öðrum mörkuðum með þá. „Rússarnir kaupa skepnuna eins og hún leggur sig og taka því allt nema hrínið. Fáist leyfið munu við hefja útflutning við fyrsta tækifæri enda talsvert magn tilbúið í frystigeymslum.“

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...