Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Úrhelli í upphafi Landsmóts
Mynd / HKr.
Fréttir 3. júlí 2014

Úrhelli í upphafi Landsmóts

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Úrhellisrigning var á Gaddstaðaflötum á Hellu þar sem Landsmót hestamanna fer fram í gær, á þriðjudag og mánudag. Fresta þurfti keppnishaldi á þriðjudag og í gær.

Sigurður Ævarsson mótsstjóri segir að unnið sé að því að finna tíma fyrir þær greinar sem frestað var. Ekki komi til greina að fella niður keppnishald í neinum greinum. „Þetta er búið að vera erfitt og snúið. Við erum að vinna í því að breyta tímasetningum, í góðu samstarfi við keppendur. Þetta verður leyst, það er ekki í boði að fella neitt niður. Það spáir betra veðri á morgun [í dag] og það verður bara byrjað fyrr og verið að lengur.“

Veðrið hefur að mati Sigurðar haft einhver áhrif á þá dóma fram til þessa en allir sitji þó við sama borð. Hann segir mestu furðu hversu góðar brautirnar á Gaddstaðaflötum séu, þrátt fyrir það mikla vatnsveður sem verið hefur. „Sérstaklega er kynbótavöllurinn góður, hann hefur alls ekki orðið sleipur.“

Gestir eru orðnir nokkuð hraktir eftir bleytuna síðustu daga en Sigurður segir að þó sé engan bilbug á þeim að finna. Sigurður lofar þó góðu veðri á laugardaginn þegar mótshaldið nær hámarki. „Ég sagði í viðtali við Bændablaðið fyrir mánuði að langtímaspár lofuðu góðu veðri á mótinu. Ég verð að éta það ofan í mig en ég vonast til að þetta fari að lagast og verði gott um helgina.“

Veður er nú með ágætasta móti á Gaddstaðaflötum og gengur keppnishald ágætlega.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...